Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 229
BÚNAÐARRIT 223
Um áðurgreind aldamót er rifhrís á 19 jörðum, svo
þroskamikið að notað hefir verið til kolagerðar eða ljá-
dengslu, en á rúmlega 90 jörðum er eyðingin komin
svo langt, að hrís og lyng nægir að eins til eldiviðar-
styrks og tróðs. Og sumstaðar til bjargar peningi í harð-
indum.
Jarðabókin færir því á það fullar sönnur, að á fyrri
öldum hafa þessar sveitir verið skógi vaxnar: Framhluti
Vesturdals, Austurdalur, og staðfestir því ályktun mína
hér á undan af sögunni um Önund víss, Deildardalur,
Unadalur, Sléttuhlíð, Hrollleifsdalur, Flókadalur, Stífla
og Fljótin. Og í síðasttöldum héruðum hafa skógarnir
verið svo miklir, að þeir hafa náð langt upp í afréttar-
lönd, því að jarðabókin tekur það fram, auk þess sem
tilfært er hér á undan, að í Fljóta-afrétt fram frá Þrasa-
stöðum, hafi »skógur verið til kolagjörðar bjarglegur*,
en »brúkast lítt« um 1700. Hefir þá verið eyddur að
mestu.
Sama heimild ber því einnig vitni, að skógar muni
verið hafa á Skaga um Göngushörð, í Sæmundarhlíð,
á Repkjaströnd, um úthluta Hegraness, framhluta Lax-
árdals, á Efribyggð, um Svartárdal, í Valadal, og í
Viðvíkursveit, en þar voru Brimnes-skógar, sem áður er
um getið, og um 1700 er ekki annað eftir af þeim en
»rifhrís nokkuð til eldiviðar*.
Þá víkjum við þessu næst að fjórða flokknum:
Bæjanöfnunum,
Það skal þegar tekið fram, að þau ein bæjanöfn eru
talin, sem eru mjög forn, og um flest þeirra er víst, að
þau eru frá landnáms- og söguöld. Ennfremur ber að
9eta þess, að fróðustu norrænufræðingum ber saman
um það, að í fornmáli hafi orðið holt, þýtt skógur. Sanit
skal ég, því til frekari fullvissu, færa nokkur rök til þess,
að sú merking hafi þekkzt hér vel í málinu á fyrstu