Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 230
224
BUNAÐARRIT
öldum eftir byggingu landsins, og flettum við þá fyrst
upp í Laxdælu og lesum þetta: „Skógar miklir voru
nökkuru ofar enn Höskuldsstaðir eru, fyrir norðan Laxá.
Þar var höggvit rjóðr í skóginum . . . Þat var á einu
hausti, at í því sama holti lét Olafr (pá) bæ reisa, ok
af þeim viðum, er þar váru höggnir í skóginum“.
Laxdælasaga er talin fyrst í letur færð á fyrra hluta
13. aldar, og má nærri geta hve afar-algengt að orðið
holt hefir verið í landnámsaldar-máli, þegar söguritar-
inn notar það í skógarmerkingu mjög kunnuglega á
13. öld.
Þá er þetta vonleysis-andvarp einstæðingsskaparins
frægt mjög úr Hamdismálum:
• Einslæö emk orðin
sem ösp í holti.
Og í Vafþrúðnismálum segir, að
Líf og Lífþrásir munu leynask
í holti haddmímis,
þ. e. fela sig í skóginum.
Þessi forna merking hefir lifað í málinu með vissu,
fram á seinni hluta 15. aldar. Sýna það máldagar og
jarðaskjöl frá þeim tíma. Skulu því til sönnunar talin
tvö dæmi af fleirum, sem til eru:
Árið. 1461 átti kirkjan í Nesi í Aðaldal »þrjú holt til
viðunar í Knútssfaðalandi« (DI. V., 272). Og í máldaga
Lambastaða á Mýrum er (hálf)kirkju þeirrar jarðar eignað,
um 1463, kolviðarholt, er liggur í Miðhúsajörðu* (DI.
V., 406). — jafnvel í nútíðarmáli lifa leifar þessarar
merkingar í talshættinum: »Oft er í holti heyrandi nær«.
Rúmsins vegna verða dæmi þessi að nægja, þó að
mörg séu ótalin. En ég vona, að menn verði mér sam-
mála um það, að bæjanöfn, sem eru jafn forn (eða eldri)
Hjarðarholti í Dölum, er beinlínis þýðir (fjár)skógur, séu
skýr bending um skóga í fornöld, og hafi jafn mikið
sönnunargildi eins og önnur þau Jiöfn, er fela í sér
ótvíræða skógarmerkingu. Og í Skagafjarðarsýslu eru