Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 231
BÚNAÐARRIT
225
þau þá þessi: Áshildarholt í Borgarsveit, Reynisnes (nú
Reynistaður), i Sæmundarhlíð hinni fornu, Geldingaholt,
Vallholt í Hólmi, Réttarholt í Blönduhlíð, Egghildarholt
(nú Eyhildarholt), í Hegranesi, Kýrholt og Viðvík í Við-
víkursveit, Holt og Móskógar í Fljótum (eða Elókadal),
og Lundur í Stíflu. Einnig má telja Skóggerði í Arnar-
staðalandi í Fljótum, eyðikot, en mjög gamalt. Eftir-
tektarvert er það, að flestir Holts-bæirnir standa á bungu-
mynduðum hæðum, en flatara land í kring. Hæðir þær
hafa einmitt verið skógi vaxnar, á landnámstíð, og dregið
mest að sér athygli frumbyggja þeirra jarða, af því að
skóglítið var umhverfis hæðirnar. Svo hefir veriða. m. k.
um Vallholt, Geldingaholt, Áshildarholt og Réttarholt.
Þá eru fáein bæjanöfn, sem orkað geta fvímælis, og
eru þau þó líklegri þessu máli til stuðnings, en hitt.
Þau eru: Víðimýri, Víðivellir í Blönduhlíð, Víðirnes í
Hjaltadal. Hið síðastnefnda ætíð ritað svo, sem sterk-
lega bendir á víðiskóg þar til forna. Og um hin bæja-
nöfnin má segja það, að ekkert verður með rökum fært
móti því, að þar hafi víðiskógar verið, sem bæir þeir
voru byggðir. Og víst er það, að sumstaðar hafa í Skaga-
firði verið álitlegir víðiskógar í fornöld, úr því að um
1700 voru til leifar af þeim á stöku stöðum, eins og
)arðabók Á. M. ber með sér. Sumir vilja að vísu ekki
telja víðirinn með skógviðartegundum, og er rétt, frá
Srasfræðislegri hlið skoðað. En hér skiptir það máli, að
víðir nær tæplega miklum þroska nema í frjórri skóg-
lendisjörð, og annað hitt, af ef umræddir bæir bera nöfn
af víðigróðri, gæti það bent á, að hann hefði verið
óvenjulega þroskamikill á þessum stöðum, og því verið
hið eftirtektarverðasta á þeim stöðum.
Með þessum veigaminni nöfnum mætti og telja
Hjarðarholt, sem var eyðikot í Þorleiksstaðalandi í
plönduhlíð um 1700 (sjá Á. M.), en frekar hygg ég að
1 nafninu felist yngri og núþekkta merkingin í holt.
I sambandi við bæjanöfnin má taka fimmta flokkinn.
15