Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 232
22(i
BÚNAÐARRIT
Örnefnin.
Um þau er almennt hið sama að segja sem bæja-
nöfnin, að sönnunargildi þeirra er því meira, sem þau
eru eldri. Enda tek ég þau ein, sem gömul eru. Þau
eru þá þessi: Skógarhlíð í Skarðslandi (Á. A1. Skóga^.
hlíð í Sauðárlandi, í Sæmundarhlíð hinni fornu, (þekkist
enn), Borgarskógar í Sjávarborgarlandi, (þekkist enn),
Raftholt eldra, Raftaholt í Reynistaðar- og Geirmundar-
staðalandi, (þekkist enn), Langholt (Langaholt í Land-
námu), austan Sæmundar ár; yzti bærinn á því heitir
Holtsmúli og er hans snemma getið; Skógar, fornt ör-
nefni í Þorljótsstaðalandi, (lifir enn), Raftahlíð í Hóla-
byrðu í Hjaltadal (Sturl. og Biskuoas.), Hrísháls upp af
Viðvíkursveit, Viðvíkurskógar (Jarðabók Á. M.), Brim-
nesskógar, (alkunnugt enn, sbr. hér áður), Skógur í
Hraunalandi í Fljótum (í Hraunadal, tekið eftir örnefna-
safni mínu), og ennfremur má telja Hríshól í Selárlandi
á Skaga, »þar vex enn þá hrískjarr mikið«, og Víðifell
í Valadalslandi, (tekið úr örnefnasafni mínu í hndr.).
Þá heitir og enn Skógarhlíð vestast á Oxnadalsheiði,
þar sem vegurinn liggur1).
Vafalaust eru til fleiri örnefni í sýslunni, þessarar teg-
undar, sérstaklega í Fljótum og víðar, þar sem skóg-
arnir hafa verið stórvaxnastir í fornöld, en ekki hefir
mér tekizt að fá örnefnalýsingar úr þeim sveitum enn
þá, og hefði þó verið fróðlegt að hafa þær til saman-
burðar í þessu máli. Sægur af ýmiskonar /io//s-örnefnum
er til í sýslunni, en vafalaust eru mörg þeirra all-ung
og sanna því ekkert um þetta, og því hefi ég að eins
tekið þau tvö, sem víst er um, að eru mjög forn. Bæði
eru þau eftirtektarverð fyrir þetta efni. Raftholt, (forn
1) Eftir að þetta er ritað, finn ég örnefnið Kirkjuskógur, nið-
ur undan Sléttuhlíðarvatni. Mun Fellskirkja hafa átt skóg þann,
en kominn var hann í örtröð og uppblástur um miðja 19. öld, (sjá
Sóknarlys. Fellssóknar frá þeim tíma).
I