Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 235
BÚNAÐARRIT
229
sem síðan heitir Bruni. En við það örnefni er fjallið
kennt. Aðrir segja þó, að kviknað hafi þar í grasi og
lyngi eingöngu. En sé fótur fyrir sögunni og á það
bendir nafnið Bruni, hefir þetta aðborizt fyrir 1700,
því að þá er enginn skógur talinn í Hugljótsstaða-
landi, en »Iyngrif nægilegt*.
Þá er það einnig ævaforn munnmælasögn, og þekkist
enn, að Fell í Sléttuhlíð hafi heitið Brautarholt (sbr.
áðurnefnda sóknarlýsingu). Lítur út fyrir, að í fornöld
hafi orðið að höggva rjóður fyrir bæinn, því að sögnin
segir, að skógurinn hafi verið svo þéttur þá, að fella
þurfti og færa burtu tré í honum, til þess að komast
ferðar sinnar. Voru því höggnar götur í þrjár áttir frá
bænum, og þær kölluðust Brautir. Við þær var svo
bærinn kenndur — og skóginn — Brautarholt. Enn í
dag er vegurinn út og súður frá Felli kallaður Brautir,
en forna bæjarnafnið er týnt nema í sögninni.1) Enn-
fremur var það mál manna, að jörðin Keldur hefði heitið
fiolt til forna (sbr. sóknarlýsinguna).
Það þarf ekki að fletta fleiri blöðum um það, að á
landnámsöld hefir verið stórvaxinn skógur á umræddu
svæði. Það er því engin tilviljun, þó að sagnir um skóg-
ana þar Iifðu lengst á vörum manna. Jafnvel síðustu leifar
þeirra skóga hafa enzt fram á síðastliðna öld, þó að nú
sjáist þess nálega engin merki, að undanteknum fáeinum
hríslum á einum stað, og nánar verður getið hér síðar.
I sambandi við Sléttuhlíðar- og Fljótaskógana, freist-
ast ég til að rifja upp frásögn Landnámabókar um Flóka
Vilgerðarson. Hann var, eins og margir vita, einn af
þeim fyrstu mönnum, sem fann ísland. Þess hefir þjóðin
Soldið fram á þennan dag, því að hann gaf landinu, illu
heilli, þetta hörkulega og nepjukalda nafn. Og þó að það
sé sett í samband við fjörðinn, sem hann sá fullan af
hafís, hafa vetrarharðindin, sem felldu fénað hans, átt
1) Beggja megin við braulirnar er nú lyngi og hrísi vaxið.