Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 236
230
B Ú N A Ð A R R I T
sinn þátt í þeirri nafngjöf. Flóki lét ekki heldur nægja
illnefnið til ófrægðar landinu, heldur lastaði hann landið,
þegar menn spurðu hann tíðenda. Flóki hefir því verið
landkostavandur langt yfir meðallag, og því er það í
fljótu bragði furðulegt, að hann skyldi þó nokkrum árum
síðar sigla til sama lands, og setjast að í útkjálkasveit,
Flókadal upp af Fljótum. En öðruvísi horfir það við,
þegar á það er Iitið, að dalur sá hefir í þá daga verið
þéttum skógi vaxinn upp í brúnir, og gagnauðug veiði-
vötn í nánd, auk sjávargæða, svo sem fiskveiði og reka.
Landnám Flóka og staðfesta hans, þarna í þessum útkjálka-
dal, bendir því eindregið á hið sama, sem áður tilfærðar
heimildir og margvíslegir vitnisburðir sýna til fulls. —
Gereyðing skóganna í öðrum sveitum sýslunnar hefir
orðið svo snemma á öldum, að nú eru týndar allar eða
flestar sagnir um þá í daglegu máli manna. Þó er það
nn sagt, að í fyrndinni væri svo þéttur skógur á framan-
verðum Langholtsás (— Langaholti hinu forna, sjá það
nafn hér framar), að höggva yrði braut í gegnum hann
á „Hæðinni“ kippkorn norðan við Elivoga. Heitir gata
sú Kirkjuvegur, og var löngum farinn — og er ef til
vill enn — af kirkjufólki er sótti tíðir til Glaumbæjar-
kirkju úr framanverðri Sæmundarhlíð.
Loks ber þess að geta, að nálega öllum þeim ör-
nefnum, sem hér eru að framan talin, fylgja þau um-
mæli, að þar hafi forn skóglendi verið, og er það vitan-
lega nöfnunum að þakka, að þær fátæklegu sögumenjar
gergleymdust ekki.
En finnast þá engar menjar hinna fornu skóga í
Skagafirði annarsstaðar en í ritum, nöfnum og sögnum?
Þeirri spurningu verður svarað með því, að athuga síð-
asta flokkinn:
Skógarleifar.
Eg hefi leitað til nokkurra manna, sem kunnugastir
eru á þeim svæðum, er ætla mætti að enn geymdu