Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 237
BÚNAÐARRIT
231
menjar hins »víði vaxna* héraðs. En svo má heifa, að
svör þeirra séu öll á þann veg, að skóganna sjáist ná-
lega enginn örmull nú.
Af skógunum í Austurdal er þetta eitt eftir: I Jökuls-
árgili í Merkigilslandi eru fáeinar birkihríslur. Þær vaxa
þar í klettagljúfri, og hefir það borgið þeim, því að til
þeirra er engum fært að komast nema fuglum loftsins.
Og sagt er mér, að hæsta hríslan sé 6—7 álnir. —
Til skamms tíma eru einnig nokkrar kræklóttar birki-
hríslur í svonefndum Hrafnsvidarhólma í Jökulsá, fyrir
Skatastaðalandi, og tilheyrandi þeirri jörð. Og ennfremur
er mér sagt, að reyniviðarhríslur finnist í Skatastaða-
landi, þar sem kallast Mjóadalsskriður, sem eru ótræðar
mönnum og skepnum. Þetta má heita, að sé langt frá
byggð. Enn er sagt, að dálítið skógarkjarr sé í Abæjar-
landi, niður við Hvítá — sem er þverá, er fellur í Jök-
ulsá eystri. Þetta er langt fyrir framan alla byggð —
um 2ja stunda göngu frá Ábæ. Um 1700 voru skógar
í þessum dal, en »mjög eyddir*. Og í Nýjabæjarlandi
höfðu »stólsins landsetur* kolagerð um þær mundir.
Þar hafa síðustu leifarnar lifað, þar til yfir Iauk með
þeim öllum, sem að varð komizt.
Leifar skóganna í Vesturdal eru nokkrar birkihríslur
í Hofsárgili; er það í hinu forna landnámi Eiríks
í Goðdölum, Hróasonar. Háir hamrar verja hrísl-
urnar svo vel, að áhaldalaust er mönnum þar ófært að
með öllu.
Af Reykjatungu-skógunum er nú eftir ein — eða svo
reyniviðarhrísla; er hún að austanverðu við Svartá,
í árgljúfrinu, skammt neðar Reykjafossi.
Sagt er mér, að með nákvæmri leit muni mega finna
stöku hríslur — birki og reyni — á sárfáum stöðum í
Slétfuhlíð eða Fljófum. En þar í nánd er þó að finna
eMu skógarleifarnar, sem kallast mega því nafni. Það
er framarlega í Hrolleifsdal, í Geirmundarhólalandi. —
Þar er lítill lágvaxinn birkiskógur, í hlíðinni að norðan-