Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 238
232
BUNAÐARRIT
verðu í dalnum. Er hann fáar dagsláttur að stærð, og
hæztu hríslurnar eru um 2 mannahæðir. Skógarblett
þenna væri hin mesta nauðsyn að friða og girða, sem
fyrst, því að ella verða afdrif hans hin sömu, sem ann-
ara skóga, er hafa gersamlega eyðzt.
Loks má geta þess, að Guðmundur hreppstjóri Da-
víðsson á Hraunum í Fljótum, hefir fundið þar í landinu
bæði björk — í Skóginum — [örnefni þar í Iandinu, sbr.
hér að framan] og reynivið (í Búðartungugili, vex hann
þar á dálitlum bletti, en dvergvaxinn og kræklóttur) !).
Gefur þetta til kynna, að skógurinn hefir varla verið
gereyddur í Hrannalandi um 1700, þó að áðurnefnd
jarðarlýsing orði það þannig.
Lágvaxið hrískjarr er enn að finna á nokkrum stöð-
um. Mun það vera einna þroskamest í Brimneslandi,
þar sem hinir fornu Ðrimnesskógar uxu.
Er þá lokið að telja vitnisburði og aðrar heimildir
um Skagfirzka skóga á fyrri öldum. Veita þau gögn
fulla sönnun fyrir því, að Hegranesþing hið forna hefir
víðast verið »víði vaxið milli fjalls og fjöru. Og þau
gögn gefa einmitt ástæðu til að »líta í anda liðna tíð«,
og horfa snöggvast með hugaraugum yfir Skagafjörð á
landnámsöld. Á Skaga er skógurinn lágvaxinn neðan
til og all-gisinn, en þéttari og hærri, því nær sem dregur
Heiðinni. All-víða eru skóglaus svæði með fram sjónum,
enda er jarðvegur þar grunnur og grýttur. Þá er allur
Laxárdalur skógi vaxinn hið efra, að fráteknum nokkr-
um mýrardrögum og dalbotnum, þar sem áin, full af
veiðiskap, liðast um til sjávar. Skógurinn þéttist eftir því,
sem framar dregur í dalinn, unz komið er ofarlega á
heiðina. Þá tekur við lágvaxið kjarr. Gönguskörð eru
vaxin smá-skógum, og einkum er skógurinn hár og
þroskamikill í Skarðslandi. Nær hann nokkuð út fjalls-
1) Sbr. mjög ítarlega örnefnalýsingu um Hrannaland, sem
0. D. hefir samið, og er nú í mínum vörzlum.