Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 239
B Ú N A Ð A R R I T
233
hlíðina neðs't í Tindastól, en fer þverrandi, því lengra
sem norður dregur.
All-blómlegur skógur er um norðanverða Hálsa; sér-
staklega er hann hár og samfelldur yzt í Sæmundarhlíð
hinni fornu, þar sem nú er kölluð Skógarhlíð (sbr. það
örnefni hér á undan). Og skógurinn teygir sig um alla
Móana (sem nú kallast), milli Sauðár og Gönguskarðsár,
og út á fremstu melbrekkubrúnir (Nafirnar). Sæmundur
suðureyski hefir helgað sér land þetta með Sæmundar-
hlíð, en skógurinn freistar Skefils landnámsmanns í
Gönguskarði (nú: Skarð) og hann »nemur landit*, tekur
það undir sig að ólofi Sæmundar. — Sæmundur er
friðsamur höfðingi, og hann hefir stórvaxinn birkiskóg
skammt frá bæ sínum, auk margra smáskóga um alla
Hlíðina, og víða ná þeir fast að Sæmundará. Hann
lætur því landrán Skefils kyrrt liggja. Reynitré vaxa í
miðju landnámi hans, og þekja Reynisnes hið forna,
vestur undir Raft(a)holt. Fyrir framan ána er skógurinn
lægri og kræklóttur á sumum stöðum; fegurstu trén eru
á vestur- og austurbrúnum Langholtsins (nú eru þar
víða blásnir melar), en á miðjum ásnum eru blautir,
skóglausir flóar eins og nú.
Allar hæðir þar fyrir framan eru skógum klæddar
upp í miðjar fjallahlíðar, um Efri- og Neðri-byggð. En
skógargróðurinn er þó mismikill, mestur er hann þegar
fram í dalina kemur, og þó Reykjatunga norður frá
Skálamýri sé áveðra, hefir bæði björkin og reynirinn
lagt hana alla undir sig. Hingað og þangað um Blöndu-
hlíð er skógarkjarr, en á stöku stöðum sjást þó all-
þéttir runnar, t. d. um Réttarholt. Og í Hegranesi er
allvíða skóglendi milli klappanna, sumstaðar hittast þar
þroskagóð tré. Svipað er um að litast í Hofsstaðasveit-
inni, þar eru smáskógar á víð og dreif um holtin. —
Þegar norður fyrir Gljúfurá kemur, taka fyrst við blaut
mýrasund og skógi vaxin holt á milli, en um Viðvíkur-
sveit alla er svo þéttvaxinn birkiskógur, að illt er, . eða