Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 240
234
B U N A Ð A R R I T
nálega ókleyft, að leita hrossa, sem í hann hlaupa
(Brhnnesskógar). — Kolbeinsdalur og Hjaltadalur eru
víða viðum vaxnir, er stórir skógar eru þar ekki, nema
um Raftahlíð í Hólabyrðu, og þó sérstaklega sumstaðar
á Hálsinum milli dalanna (Astunga), og jafnvel upp að
Elliða. En þegar norður dregur í Oslandshlíðina hækkar
og þéttist birkigróðurinn. Og fyrir norðan Grafará er
landið nálega allt viði vaxið milli fjalls og fjöru, um
Höfðaströnd, Sléttuhlíð og Fljótin, og skógurinn breiðist
þar um alla dali, upp í háfjöll og dalabotna, og víða er
hann svo þéttur og þroskamikill, að landnemarnir þurfa
að höggva rjóður fyrir bæina, og sumstaðar götur til
umferðar. Hávaxinn og Iaufkrýndur reyniviður gnæfir á
nokkrum stöðum yfir skógarbreiðuna. Vötn og smá ár
eru víða innan um skóglendi þetta, og eru svo áberandi,
að yzti hluti þessarar sveitar fær nafn sitt af þeiin
(Fljótin). Aftur á móti er láglendi miðsýslunnar skóga-
laust að kalla, eins og nú, og Jökulsá hin forna brýzt
endrum og sinnum í leysingum úr farvegum sínum,
flæðir yfir það og frjófgar, eins og Níl um Egyptaland.
Trjágróðri hefir hvergi verið fritt í ríki hennar fyrir
kviksyndis-kílum, sandburði og landbrotum. — — —
Þó að reynt hafi nú verið að gefa í heildardráttum
lýsingu af héraðinu, eins og það hefir litið út á land-
námsöld, hlýtur þó slík tilraun ætíð að verða eins og
svipur hjá sjón. Þó fer því fjarri, að of mikið sé gert
úr landnámsaldar-skógunum í Skagafirði, því að þar hefir
þeirra gætt allmikið, eins og í öllum öðrum héruðum
landsins á þeim tíma, þó að þeir eyddust þar fyrr en
víðast hvar annarsstaðar. Auk. þess er lýsingin byggð á
þeim gögnum, sem til eru færð hér að framan, og það
er næsta örðugt að komast að annari niðurstöðu. —
Skagafjörður hefir oft verið rómaður fyrir glæsilega feg-
urð og fjallatign. Þeirrar fegurðar eigum við — nútíðar-
menn — kost á að njóta. En mikils mega Skagfirðingar
sakna, og aðrir þeir, sem heimsækja héraðið, að sjá að