Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 243
búnaðarrit
Tvær stefnur.
I 45. árg. »Búnaðarritsins« 1931 birtist grein, er
nefnist Ræktunarmál. Greinin, sem er almennar hug-
leiðingar um túnrækt og nýræktarframfarir síðustu ára,
hefst með inngangsorðum sem bera fyrirsögnina: Tvær
stefnur. Sem höfundur greinarinnar hefi ég orðið var við
að margir telja hana bæði athyglis- og athugaverða.
Málefnisins vegna þykir mér þetta vel farið, enda eru
þau ummæli, um greinina sjálfa, er ég hefi séð og heyrt,
mjög á einn veg, og til þess fallin að vekja von um að
hún geri frekar gagn en skaða, eftir því sem um er að
gera um slíkar hvatninga-greinar. Verkefni þeirra er að
vekja umhugsun og athugun, frekar en að ræða mál-
efnin með ítarlegum rökum. En svo hefir nú til tekist,
að nokkrir menn hafa hnotið um inngangsorðin: »Tvær
stefnur*. I raun og veru eru inngangsorðin hálfgert
aukaatriði, en þessir menn gera þau að aðalatriði, og
fara allhörðum orðum um þau, þótt þeir um leið geri
frekar að lofa en lasta greinina að öðru leyti. Vfirleitt
kemur ekki til greina að fara að eltast við munnleg
ummæli, sem að þessu hníga, en í nóv.—des.-blaði
»Freys« 1931, hefir Ásgeir L. Jónsson áveitufræðingur
skrifað allítarlegar aðfinnslur gegn hinum nefndu inn-
9angsorðum, og af því mér virðast aðfinnslur Á. L. J.
vera mjög í samræmi við munnlegar aðfinnslur annara
manna, tel ég rétt að skýra ýmislegt þessu viðvíkjandi
nokkuð ger, eftir því sem ég lít á það frá mínum bæjar-
dyrum. Eftirfarandi ber því ekki eingöngu að skoðast
sem svar við grein Á. L. J., það er um leið til viðauka
við inngangsorðin »Tvær stefnur«, og skýring á ýmsu,