Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 245
BÚNAÐARRIT
239
um gæði, þættu mikilsverðar og teldust til hlunninda.
Meðan kunnátta og geta til túnbóta og útgræðslu túna
fyrirfannst ekki, eða var af mjög skornum skammti, var
engin von til þess, að þetta viðhorf breyttist eða hnigi
til annarar áttar. Og þegar getan óx og vilji vaknaði,
til þess að gera eitthvað til umbóta, lá hendi næst, og
var í alla staði eðlilegt, að það yrðu engjabæturnar
sem yrðu einna efstar á baugi. Allur fjöldi bænda hafði
eigi aðstöðu til að sjá lengra á veg, eða finna aðrar
leiðir en þær, sem að fornu voru kunnar. Það lá beint
fyrir að telja það sem sjálfgefið, að nýting engjanna
héldi áfram að vera jafn mikilsverd eins og sú ræktun
túnanna, sem þá var töm og tiltækileg. Forystumenn-
irnir allflestir eygðu, í engjabótum og áveitum, möguleika
til umbóta og aukinnar fóðuröflunar. Almennt varð þeim
léttara um að eygja þessi úrræði, en möguleikana til
stórfeldra umbóta á túnræktinni. Þeir beindu því oft
vakandi umbótalöngun og afli bænda æði einhliða að
áveitunum. Og þegar lengra leið varð það þannig æði
almenn trú, að skjótfærasta og bezta Ieiðin »út úr ógöng-
unum« og til bættrar hagsældar fyrir bændurna, væri að
sameina sig til stórra áveituátaka, alstaðar þar sem því
yrði við komið. Af þessum rótum eru þær runnar hug-
myndirnar um fjölda margar stóráveitur. Sumar, sem
komnar eru í framkvæmd, eins og t. d. Skeiðaáveitan
og Flóaáveitan, og aðrar, sem vonandi verða aldrei
annað en uppástungur, er sýna liðið þroskastig í bún-
aðarmenningu þjóðarinnar. T. d. má nefna hugmyndina
um að veita Rangá yfir Hvolsvöll Gljúfurá í Skagafirði
yfir V/iðvíkursveitina, Kolku yfir Oslandshlíðina, Glerá í
Eyjafirði yfir Kræklingahlíðina, Laxá í Þingeyjarsýslu
niður í Axarfjörð o. s. frv.1) — Um þessi áveitufyrirtæki,
I) Hiö sama of-maf á áveitum og áveituengjum kemur berlega
fram í tillögunum um að byggja garð yfir Leiruna á Akureyri, til
þess að vinna þar engjalönd, og yfir leirurnar í Leirvogi í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, með sama hagnað fyrir augum.