Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 246
240
BÚNAÐARRIT
og mörg fleiri svipuð, hefir fyrir filtölulega fáum árum
síðan verið rælt í fullri alvöru. 011 eru þau sjálfsagt vel
framkvæmanleg, að undanteknu því síðastnefnda. Hug-
myndin um að veita Kolku yfir Óslandshlíðina í Skaga-
firði og Glerá yfir Kræklingahlíðina í Eyjafirði er ljóst
dæmi þess, hversu áveitu-vonirnar hafa leitt góða menn
í gönur. Þar er ekki lengur verið að binda áveiturnar
við eðlilega staðhætti og lönd, sem frá náttúrunnar hendi
eru til þess fallin. Um leið verða þessi nefndu dæmi
sæmileg sönnun þess, að trúin á ágæti og almenna
þýðingu og framtíð áveitanna leiddi menn til þess, að
hugsa slíkar áveitur sem varanlegar umbætur, sem jarð-
rækt, og um leið var áveitan orðin sérstök stefna í gras-
ræktinni, enda má finna þess fjölmörg dæmi í ritum og
ræðum að svo hafi verið, og að enn eimi eftir af því,
og það jafnvel þar, sem maður skyldi einna sízt halda.
Eg ætla ekki að nefna mörg dæmi, en að eins minna
á tvenn ummæli, sem eru fram komin með aldarfjórð-
ungs millibili, og mér virðast harla fróðleg og merki-
lega lík, þótt á milli þeirra liggi sá tími, sem hefir flutt
íslenzku þjóðinni fleiri og meiri breytingar en margar
aldir, sem á undan voru liðnar.
Fyrir 25 árum síðan komst einn af bezt búmenntuðu
mönnum vorum svo að orði, er hann var að skýra ís-
lenzk skilyrði og búnaðarmöguleika fyrir búvísindamönn-
um víðsvegar frá Norðurlöndum: »Við nýræktun verður
fyrst og fremst að leggja áherzlu á áveitur*. Þessi orð
virðast mér vera alveg eðlileg og sönn spegilmynd af
hugsunarhætti flestra forystumanna í jarðræktarmálum,
bæði fyrir og eftir þann tíma og fram undir 1920.
Aveiturnar áttu að vera aðalatriðið, til þeirra átti fyrst
og fremst að verja fjármagni og getu, bæði fjöldans og
einstaklinganna. Túnræktin átti frekar að »dingla aftan
við«, eftir því sem verkast vildi. Kom þetta greinilega
fram í því að áveitur voru fyrr styrktar af almannafé,
svo um munaði, en túnbætur. Áveiturnar voru trú og