Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 247
BÚ NAÐAR RIT
241
stefna, túnræktin átti að fylgja með, eftir því sem
kringumstæður leyfðu.
Hin ummælin, sem ég vil nefna, máli mínu til sönn-
unar, er að finna í: Skýrslur Búnaðarfélags Islands Nr.
7. — Eins og kunnugt er eiga þessar skýrslur að vera
fræðilegar eftir því sem efni standa til, hér á landi, í
búnaðargreinum. I þeim á að vera að finna raunveru-
leika síuddan tölum og athugunum. Þar eru engin til-
finningamál á ferðinni, engar bollaleggingar eða slag-
orðaskvaldur. Og að skýrslurnar eigi að vera hlutlausar
með öllu, þarf ekki að nefna. Einn kafli í hinni nefndu
skýrslu, sem kom út 1931, byrjar á þessum orðum:
»Fyrstu sporin til verulegra umbóta í íslenzkri jarðyrkju
eru áveiturnar á Suðurlands-undirlendinu«. Þetta eru
athyglisverð orð, þegar þau korna fram í slíkri skýrslu,
sem er undirrituð af stjórnarskipaðri nefnd, sem í eru
tveir velmenntaðir verkfræðingar, með mikilli reynslu-
þekkingu, og sá maður, sem auk þess, að hafa manna
lengst starfað að jarðræktarmálum hér á landi, hefir
með höndum æðstu framkvæmdastjórn allra búnaðar-
mála. Það er ekki lítil »áveitutrú«, sem kemur fram í
þessum orðum, 8 árum eftir að jarðræktarlögin gengu
í gildi. Með þessi orð í huga mætti maður ætla að
áveitustefnan væri enn til »sem heildarstefna í grasrækt
hér á landi*. Sem betur fer mun það ekki vera, skal
vikið nánar að því síðar. Eg ætla ekki að fjölyrða um
neitt af því, sem liggur á miili þessara tveggja nefndu
ummæla. Þar er hægt að finna margt skrítið, eins og
vonlegt er, slíkir umbrota-tímar, sem þar liggja á milli.
Það er t. d. ekki langt að minnast, að fyrsti þúfnaban-
inn kom hingað til lands. Kaup hans voru afleiðing af
stefnuhvörfum, sem þá voru að verða í jarðræktnni
(frekar, en að þau yllu stefnuhvörfum eins og oft hefir
verið sagt). En kaup hans voru upphaflega fullt eins
mikið miðuð við engjabætur eins og túnrækt. Sýnir það
ljóst, að þá skorti enn nokkuð á að glöggt væri hvert
16