Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 248
242
BÚNAÐARRIT
bæri að stefna sterkustu átökunum til umbóta í gras-
ræktinni.
Fleira skal ekki til týnt, en ég skil ekki að neinn,
sem athugar þetta tímabil og síðustu áratugina þar á
undan taki undir orð Á. L. >Ég veit ekki hvort
nokkru sinni hefir verið rætt um votlendis-áveitur, sem
heildarstefnu í grasrækt hér á Iandi*.
II.
Þá víkur sögunni að túnræktarstefnunni og viðhorfi
hennar til engjaræktar og áveitu.
Þótt trúin á túnræktina væri lengi dauf meðal al-
mennings, og menn eygðu ekki möguleika né ástæður
til stórframa fyrir hana, átti hún þó oft góða hauka í
horni. Ymsir beztu forystumenn þjóðarinnar, menn, sem
í ýmsu voru á undan sinni samtíð, litu á túnræktina,
sem örugga leið til umbóta í búskapnum. Slíkir menn
hafa fyrir löngu markað það sem stefnu, að aukin og
bætt túnrækt ætti smám saman að losa bændur við
sinureiting og skinnsokka-heyskap. Ástæðan fyrir því,
hve þessum mönnum varð oft lítið ágengt, var ekki sú,
að þeir sægju rangt. Ráðleggingum þeirra og hugmyndum
var lítt fylgt, en það var að flestu leyti eðlilegt. Ef vér
athugum tímabilið frá Birni presti í Sauðlauksdal og
Atla hans, og allt til Björns Jenssonar kennara og til-
lagna þeirra, er hann bar fram í »ísafoldc 1902, má
segja, að það sé sameiginlegt og óbreytt ættlið eftir
ættlið, þótt margt sé annars breytt til batnaðar, að það
skorti flest þau margþættu skilyrði, er geri það mögulegt
að hverfa, með nokkrum verulegum hraða, frá útheys-
búskap með hálfgerðu hjarðingjasniði, til ræktunar-
búskapar og ræktunarmenningar, þar sem túnræktin er
aðall og öryggi. Sú leið er aldrei léttfarin og allra síst
fyrir örfátæka þjóð, einangraða og fákunnandi. En það
er eins og hinu fyrsta undirbúningsskeiði, undir víð-