Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 250
244
B Ú N A Ð A R R I T
Skýra hugmyndir okkar um verksvið og sambúð tún-
ræktar og áveitu. Það verður ekki gert í þetta sinn, en
aðeins dregnar fram nokkrar aðalhliðar málsins, án þess
að binda sig við minni atriði og undantekningar.
Kvikfjárræktin er aðalþáttur í búrekstri nær allra
bænda, og það svo algerlega, að hjá flestum þeirra er
eiginlega ekki um fleiri þætti að ræða. Hvað sem öllum
verðsveiflum líður, verður kvikfjárræktin alltaf að vera
tryggð með nægilega miklu og góðu fóðri. En það er
Iangt frá því, að svo hafi altaf verið. Fóðurskortur og
horfellir hefir fylgt atvinnu bændanna eins og svartur
skuggi allt frá landnámstíð. Það hefir alltaf reynst »örð-
ugasti hjallinn« að afla nægilega mikils og góðs fóðurs,
heyja nógu mikið, því að heyin hafa alltaf verið aðal-
fóður fénaðarins. Það eru engar líkur til annars en að
heyin verði framvegis aðalfóðrið. Heyskapurinn snýst um
það að afla sem mestra og beztra heyja, fá sem mest
og bezt fóður með sem minnstum tilkostnaði. Ef ein-
blínt er á þessa hagfræðilegu hlið fóðurframleiðslunnar
virðist það vera einfalt mál, að það séu skilyrði og að-
staða, sem eigi að skera úr um það, hvort heyjanna sé
aflað á túnum eða engjum. A einum stað sé ódýrast að
afla fóðurs á engjum, á öðrum stað á túni o. s. frv. Við
þessi skilyrði eigi svo að miða umbætur og framleiðslu.
Þetta virðist svo einfalt mál, að ekkí verði um það deilt,
En fóðurframleiðslan hefir fleiri hliðar en þá hagfræði-
legu, og jafnvel hin hagfræðilega hlið er oft ekki eins
vafalaus eins og hún virðist.
I fyrsta lagi er oft vandmetið hlutfallið milli fóður-
gæða og fóðurmagns, svo það er ekki ólíklegt, að um
leið og kröfurnar vaxa um afurðir búfjárins, megi meta
töðuna meira móts við úthey, en gert hefir verið, af því
getur leitt að túnræktin eigi að sitja fyrir engjaræktinni
víðar en annars væri talið.
I öðru lagi er varla nokkur vafi á því, að í fjölda
mörgum tilfellum mótast hugur manna til engjabóta og