Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 251
15 U N A Ð A R R 1 T
245
áveitu af gömlum vana og trú, fremur en raunverulegri
athugun á þvi, hvað sé vænlegast og ódýrast til þess
að auka og bæta fóðurframleiðsluna á öruggan hátt.
Þegar svo er, getur vel verið, að túnræktin verði horn-
reka, þar sem hún að réttu lagi ætti að skipa öndvegi.
1 þriðja lagi gerir það hagfræðilega hlið málsins oft
vafasama, að menn gera ekki nægilegan mun á stund-
arhag og varanlegum arði. Sumstaðar hagar svo til, að
þeim, sem jarðirnar sifja, virðist alveg vafalaust, að það
sé rétt og arðvænlegast að snúa sér að framkvæmdum
er miða að því, að auka og létta heýskapinn utan túns,
frekar en túnrækt. En ef betur er að gætt, getur hér
aðeins verið um stundarhag að ræða, og ef ekki er ein-
blínt um of á hann, getur túnræktin átt hinn fyllsta rétt
á sér á þessum jörðum. Stundarhagurinn og hinir raun-
verulegu hagsmunir miðaðir við nokkra framtíð geta jafn-
vel staðið svo öndvert, að »engjabæturnar«, sem virðast
vera, séu til þess raunverulega að níða jarðirnar, í stað
þess að túnbætur yrðu til þess að gera þær byggilegri
og verðmætari.
Þessar bendingar efla þann grun, að þótt á sumum
jörðum sé hagfræðilega réttast að auka heyskapinn fyrst
og fremst með engjabótum, þá sé það langtum óvíðar
en oft er álitið.
En svo kemur annað tif. greina. Fyrir utan hina hag-
fræðilegu hlið þess, á hvern háft bændur auka heyfeng
sinn, hvort þeir gera það með túnrækt eða áveitum, er
önnur hlið á þessu máli, sem vert er að athuga. Ég vil
nefna þá hlið málsins menningarhliðina, og ég vil meta
hana mikils.
Það hefir verið mikið um það rætt — og af því raup-
að — að við ættum mikla og góða alþýðumenntun og
menningu, mikið af þessu er því miður ekki nema öfg-
ar og sjálfsblekking. Almenningur hér á landi er að
sönnu eitthvað lesnari og fróðari í ýmsum bóklegum
Sfeinum, er .ná til sögu vorrar og tungu, en alþýða ná-