Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 253
BÚNAÐARRIT
247
Urónumatið hið eina sem gildir. Frá því sjónarmiði vil
ég skilgreina spurninguna túnrækt eða áveitur á sama
hátt og ég gerði fyrir 10 árum síðan í fyrstu fyrirlestr-
um mínum um túnrækt fluttum á Akureyri 1922:
Landbúnaðinum liggur líf við að losna við að nýta lé-
legustu engjarnar og minnst ræktuðu túnin. Heyfengur-
inn má þó ekki minnka. í stað þess sem hætt er að
nýta eiga aðallega að koma vel ræktuð vélunnin tún,
svo senn hvað líður verði allur heyfengur tekinn af
vélfærum vel ræktuðum túnum og vélfærum arðvæn-
legum engjum.
Þessu marki verður ekki náð í skjótri svipan, en víða
er nú sótt að því með drjúgum tökum. Það sem við
túnræktarmennirnir teljum mest um vert í þeirri sókn,
er að vönduð túnrækt skipi allstaðár þann fyllsta sess
sem henni ber, samkvæmt skilyrðum og staðháttum, og
að í því sé miðað við meira en stundarhag einstakling-
anna. Við afneitum ekki ^engjunum né áveitunum fyrir
því. Við viljum að eins að bændur losi sig eins fljótt
og auðið er undan oki skinnsokka-heyskapar og sinu-
reitings, þar sem það hvílir þyngst á. Víðast hvar verða
bændur að styðjast meira eða minna, lengur eða skemur,
nauðugir eða viljugir, við útheysskapinn, meðan þeir eru
að stækka túnin, og þær engjar, sem reynast raunveru-
lega arðvænlegar samanborið við haganlega túnrækt,
þegar málið er athugað gaumgæfilega, þær eiga að
nýtast framvegis með túnunum, sumar að eins um ára-
bil, aðrar jafnvel um ófyrirsjáanlega langan tíma.
En hvaða engjar eru þá arðvænlegar? Það er einkis
manns meðfæri, að draga ákveðin mörk fyrir því, en
mörkin eru áreiðanlega ekki þau sömu, sem takmörkin
milli áveituengja og engja án áveitu. Næst liggur að
telja, að engar engjar séu arðvænlegar til frambúðar, nema
þær, sem gefi svo mikla, örugga og góða eftirtekju, að
það verði heldur ódýrara að afla sama fóðurgildis á
þeim, en á góðu velræktuðu túni. Slíkar engjar eru til