Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 258
B Ú N A Ð A R R I T
252
verður það eitthvað á þessa leið. Túnræktin bregst illa
í einstöku árum, og á um það sammerkt við aðra ræktun.
Ef hún brigðist aldrei væri það hvorki meira né minna
en að hún sýndi yfirburði yfir alla aðra ræktun um
allan heim. Það er til of mikils mælst. Þegar túnin
bregðast mjög tilfinnanlega verða menn að grípa til
þeirra neyðarváðstafana að heyja meira á engjum en
venjulega, sækja í kýla og forarflóa og á fjarlægar fjalla-
slægjur o. s. frv. Þegar svo ber undir, og sem betur
fer er það ekki oft, mega menn þakka fyrir að slík úr-
ræði eru fyrir hendi, en það er al-rangt að draga þær
ályktanir af þessu, að túnræktin sé vafasöm og votlendis-
ræktin hið vissasta og bezta. Slík ályktun er jafn fjar-
stæð réttu máli eins og t. d. að telja bezt að búa alla
æfi í lélegum húsakynnum og lifa við þröngan kosf, ef
ekki verður komist hjá þeim örlögum einhvern tíma um
stundarsakir.
III.
Það er algerlega fyrir utan verksvið mift og áhuga-
hugamál að leggja út í ritdeilur um Skeiða- og Flóa-
áveituna. Það er byggt á mesta misskilningi, þegar and-
mælendur mínir halda, að ég hafi hug á því. Það er
máske rétt að skipa mér í flokk þeirra manna, »er naum-
ast hafa séð Flóann, nema þá af Kambabrún«, eins og
Á. L. J. kemst að orði, en að ég hafi nokkra tilhneig-
ingu til þess, »að hafa Flóaáveituna að fófaskinni«, vona
ég að verði ekki sagt með neinni sanngirni eða rökum.
En af því að þessi orð mín, sem hníga að Flóaáveit-
unni virðast alveg sérstaklega hafa orðið til að vekja
andúð Á. L. ]. og annara gegn greininni »Ræktunarmál«,
verð ég að bæta nokkru við það, sem þar er sagt, mest
til skýringa. Kemst ég þá ekki hjá því, að nefna nokkur
atriði, sem mest hafa vakið athygli mína, og ekki verða
þöguð í hel, ef réttur dómur á fram að fara um Flóa-
áveituna, sem rækfunarfyrirtæki, dómur, sem á verði