Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 259
B U N A í) A R R I T
253
byggðar heilbrigðar ráðstafanir til þess að gera hið bezta
úr því, sem orðið er. Eftír þeim dómi og þeim ráð-
stöfunum er beðið bæði innan Flóans og utan. Vonandi
verður sú bið ekki löng úr þessu, og vonandi fæst bæði
réttdæmi og góð ráð. Ef til vill varðar það meiru en
margur hyggur fyrir framtíð ræktunarmálanna yfirleitt.
. Það eru nokkur orð í greininni »Ræktunarmál«, sem
A. L. ]. (og fleiri) telja sig ekki skilja. Bezt er að taka
upp þær málsgreinar og samhengi þeirra í heild sinni:
»Mér finnst það ekki svo undarlegt, þótt löggjafar-
þingið flaskaði á því, að samþykkja að ráðast í Flóa-
áveituna. Ekki er það heldur neitt sérlega merkilegt að
verkfræðingar skyldu verða til þess að styðja framkvæmd
málsins, og að þeir rákust á »óbilgjarnar klappir« áður
en lauk. — En það er allt í senn: merkilegf, slysalegt
og lítt skiljanlegt, að oss á því herrans ári 1922, þegar
byrjað var á Flóaáveitunni, skyldi ekki enn þá hafa
auðnast að eignast svo sannmenntaða, víðsýna og ein-
arða fagmenn og forgöngumenn á sviði jarðræktarinnar,
að þeir sæju og segðu frá, að fyrirtækið væri óréttmætt.
Þeirra var, ef til hefðu verið, að beita mætti raka og
áhrifa til hins ítrasta, svo málið næði ekki fram að ganga.
Andstöðuleysi áhrifaríkra manna gegn þessu frum-
hlaupi verður að teljast afar slysalegt, því ekki verður
á móti því mælt, að öflin, sem nú eru að bera tún-
ræktarstefnuna fram til endanlegs sigurs, voru orðin svo
rík og áberandi 1922, að heita mátti að komið væri að
kollhríðinni og að túnræktin yrði viðurkennd sem sjálf-
sögð aðalstefna í jarðræktarmálum þjóðarinnar*.
Aður en ég greiði úr því, sem á að vera torskilið (!)
í ofngreindum setningum, er bezt að finna því einhvern
stað hvort rétt sé að kalla Flóaáveituna frumhlaup,
frumhlaup áveitu-oftrúarinnar, eða hvort slík orð séu
tneð öllu ástæðulaus. Frumhlaup í athöfnum vil ég kalla