Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 260
254
B Ú N A Ð A R R I T
S
það, þegar menn rjúka til þess að gera einhverja þá
»umbót« eða framkvæmd, sem er illa undirbúin og van-
hugsuð, svo þeir hafa hvergi nærri yfirlit yfir það, sem
þeir ráðast í, eða afleiðingar þess. Má ekki segja að
svo hafi verið um þetta fyrirtæki? — A. L. ]. sam-
þykkir að áveitu-oftrú hafi verið þarna að verki, enda
munu menn yfirleitt verða furðu vel sammála um, að
mikið hafi skort á að heilbrigð athugun og heilbrigð
áveitu-trú hafi légið til grundvallar fyrir þessu mikla
fyrirtæki, það hafi einmitt verið áveúu-oftrú. Hið sama
kemur vel fram f skýrslum þeim um áveituna, sem
Búnaðarfélag íslands hefir birt bæði áður og eftir að
verkið var framkvæmt. Eg nefni ekki fleiri sannanir.
Þá er að greiða úr hinum torskildu orðum, því vera
má að ýmsum hafi farið öðruvísi en A. L. ]., að þeir
hafi misskilið þau, og það er verra. I þeim fellst engin
ásökun á hendur þeim verkfræðingum, er undirbjuggu
Flóaáveituna (að því leyti sem hún var undirbúin) eða
stóðu fyrir verkinu. En ég vil hér víkja að aðilum í
réttri röð.
Um löggjafarvaldið get ég verið fáorður. Eg efa ekki
að þeir þingmenn, sem samþykktu lögin um Flóaáveit-
una hafi gert það sumir í vissu og sumir í von um að
fyrirtækið væri ráðlegt og réttmætt, og hið bezta sem
hægt væri að gera til umbóta á Suðurlands-undirlendinu.
En ég held það kasti alls engri rýrð á löggjafarþing
þjóðarinnar þótt sagt sé að þingmennirnir hafi tæplega
haft aðstöðu, né þá sérþekkingu, sem til þess þurfti, að
velja rétt. Enda er það rétt og eðlilegt, að Alþingi af-
greiði slík mál mest eftir rannsókn og ráðum fagmanna
og vilja almennings, sem stendur að baki óskanna um
framkvæmdirnar. Hvorugt var í þessu tilfelli öruggt til
að vísa rétta leið. Vilji almennings var blandinn áveitu-
oftrú. Rannsókn fagmanna, sem fram fór, áður en lögin
voru samþykkt, náði svo að segja eingöngu til hinna
verkfræðilegu atriða, en nær ekkert til hinna búfræði-