Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 261
BÚNA®ARRIT
255
legu hliða málsins eða þjóðhagslegu. Því finnst mér
ekki, og tæplega neinum, sem lítur á málið með sann-
girni neitt undarlegt, þótt löggjafarþingið flaskaði á því,
að samþykkja hinar háværu og gömlu óskir um að
ráðast í Flóaáveituna. Frá sjónarmiði okkar, sem töld-
um fyrirtækið misráðið, og teljum enn, er réttmætt að
orða það svo, að þingið hafi »flaskað« á þessu.
Þótt ekki komi það þessu máli meira við en mörg-
um öðrum, vil ég ekki sleppa tækifærinu til þess að
benda á, hver feikna munur er á aðstöðu Alþingis og
t. d. löggjafarþinga nágrannaþjóðanna, þegar til þess
kemur að ráða til lykta ýmsum málum landbúnaðarins,
sem að einhverju leyti eru fagmál. Þrátt fyrir það. þótt
meiri hluti þingmanna vorra séu fulltrúar fyrir bænda-
kjördæmi, höfum við ekki nema örsjaldan átt því láni
að fagna, að á Alþingi ætti sæti einn einasti búfræði-
lega fjölfróður og gagnmenntaður maður. Þeir þingmenn,
sem mest og bezt hafa borið hag og heill bændastéttar-
innar fyrir brjósti hafa, af eðlilegum ástæðum, því miður
oftast verið gersneyddir allri búfræðilegri fagþekkingu
eða reynslu. Og er eðlilegt að þetta hafi mótað nokkuð
margt, sem gert hefir verið af góðum vilja og heilum
hug í búnaðarmálunum.
Hjá nágrannaþjóðum vorum, sem eru fjölmennari en
við, er þetta allmikið öðruvísi. Meðal þeirra, sem þar
eiga sæti í þingsölum og jafnvel á ráðherrastólum, er
alltaf nokkuð af gagnmenntuðum búnaðarmálamönnum,
sem auk ítarlegrar fagþekkingar hafa oftast nær mikla
reynsluþekkingu til brunns að bera. Þetta mótar með-
ferð málanna til ómetanlegs gagns fyrir bændurna. —
Islenzkir bændur ættu að fagna hverjum vel mennt-
uðum og víðsýnum búnaðarmálamanni, sem bætist í hóp
þingmannanna, jafnvel þó oft geti verið eftirsjá að því,
að missa slíka menn frá öðrum störfum, í stjórnmála-
stappið.
Þá kemur að orðunum um verkfræðingana. Eg hélt
L.