Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 262
256 B Ú N A Ð A R R 1 T
að þau væru engin vefrétt, sem erfitt væri að skilja.
Mér finnst það alls ekkert merkilegt eða á neinn hátt
undarlegt, þótt þeir yrðu til þess að styðja framkvæmd
áveitunnar, með því að undirbúa hina verkfræðilegu hlið
fyrirtækisins og stjórna verkfræðilegri framkvæmd þess.
Annað hygg ég að þeir hafi ekki lagt til málanna. Eg
vil meira að segja taka það greinilega fram, að ég tel
litlar líkur til þess, að hér hafi verið völ annara manna,
til þess að standa fyrir verkinu, sem hefði farið það
jafn vel úr hendi, hvað þá betur. Hina búfræðilegu hlið
áveitufyrirtækisins veit ég ekki til að verkfræðingarnir
hafi látið til sín taka. Það kemur því þessu máli ekkert
við hvort verkfræðingar þeir, sem unnu að Flóaáveit-
unni, hafa haft veika eða sterka trú á réttmæti áveit-
unnar, sem heillavænlegrar búnaðarframkvæmdar fyrir
viðkomandi hérað og landið í heild sinni. Enda er mér
það ókunnugt. Þeir gátu unnið sitt verk jafn vel fyrir
því, og hafa vafalaust gert það.
Til þess að skýra þetta sem bezt, vil ég nefna hlið-
stæð dæmi: Hér í Reykjavík er verið að byggja tvö
stórhýsi, sem mjög er deilt um, þjóðleikhús og sundhöll.
Margir telja það algerlega óverjandi, að eyða stórfé til
bygsmsar þjóðleikhússins, meðan fjárhagsörðugleikar
þröngva hag landsins, bæjarfélagsins og einstaklinganna
jafn ægilega eins og raunverulega á sér stað. — Fjöldi
bæjarbúa, og eins utanbæjarmenn, telja að það sé al-
rangt að byggja sundhöllina eins og gert er. í stað þess
hefði átt að verja allmiklu fé, jafnvel 1—2 hundruð þús-
undum króna, til þess að endurbæta sundlaugarnar sam-
kvæmt kröfum tímans, byggja þar sólbyrgi, leikvelli
o. s. frv.
Eg er ekki svo ákafur hugsjónamaður, að ég finni neitt
athugavert við það, þótt einhverjir byggingameistarar, sem
ef til vill telja rangt að byggja þjóðleikhúsið fyrst um
sinn, og misráðið að byggja sundhöll inni í bænum,
verði til þess að gera uppdrætti að þessum byggingum