Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 263
BÚNAÐARRIT
257
eða standa fyrir smíði þeirra, úr því að búið er að ákveða
að hvorttveggja skuli gerast.
Orðtækið um óbilgjörnu klöppina er til orðið í sam-
bandi við Skeiðaáveituna. Vafalaust hefir það stundum
verið misnotað, eins og oft vill verða með slík »slagorð«.
Með því að nota þessi orð í sambandi við Flóaáveituna
meina ég að eins það, að verkfræðingarnir og aðrir
forráðamenn áveitunnar hafi rekið sig á þær »óbilgjörnu
klappir* áður en lauk1), að augu manna voru orðin all-
vel opin fyrir vafasemi fyrirtækisins, og að það var ekki
eins glæsilegt og margir höfðu haldið. Þetta virðist mér
hafa skeð. Eg get ekki fengið mig til að segja að þetta
virðist því miður hafa skeð, því ég tel það gagnlegt
að menn losi sig við þá oftrú, sem bundin var við fyrir-
tækið og átti sinn mikla þátt í því að bera það fram.
Er þá þessi gáta(!) í greininni »Ræktunarmál« von-
andi skýrð að fullu.
Þótt ekkert sé sérlega undarlegt um afskipti og af-
stöðu löggjafa og verkfræðinga til Flóaáveitunnar, er
allmikið öðru máli að gegna um hina ráðandi búnaðar-
málamenn. Við, sem teljum að fyrirtækið hafi verið mis-
ráðið og óréttmætt, hörmum það, að ekki skyldi vera
völ áhrifaríkra manna í þeim flokki, er yrðu til þess að
krefjast ítarlegri rannsóknar og undirbúnings í sambandi
við áveituna. Við trúum því ákveðið að slík rannsókn
hefði leitt til þess, að áveitan hefði aldrei verið fram-
kvæmd sem heildarfyrirtæki, með því sniði sem gert var,
og að það væri vel farið. En eins og kunnugt er, bauðst
Búnaðarfélag íslands til þess að taka að sér framkvæmd
áveitunnar, eftir að félagið hafði haft Flóaáveitumálið til
athugunar síðari hluta ársins 1921. Þetta skeði um sama
leyti og verið var að efna til Jarðræktarlaganna, og þrátt
1) Stofnframkvæmd fyrirtækisins er tæplega lokið enn, meöan
fjármál þess eru svo óuppgerð, aö enginn veit greinilega hvaö þaö
hefir ltostað eöa hver á að borga.
17