Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 265
BÚNAÐARRIT
259
sem nú ganga yfir. Verði þessi ummæli, og fleiri svipuð,
ekki til þess, er það því að þakka, sem ekki er von-
laust um, að bændurnir sjálfir líti með meiri víðsýni og
þroska yfir ræktunarmálin, en leiðtogarnir, sem leggja
slík og þvílík ummæli á metin.
Eigi að halda því fast að bændastéttinni, að allt annað
sem gert hefir verið í ræktunarmálum á síðustu áratug-
um sé reykur einn, samanborið við Skeiða- og Flóa-
áveiturnar, vil ég biðja bændur í öðrum landshlutum að
athuga með mér nokkur einstök atriði viðvíkjandi þess-
um fyrirtækjum, áður en þeir játa slíkum sannindum
með hug og hjarta, og breyta þar eftir.
Skeiðaáveitan kostaði um 446 þúsund krónur (áveitan
sjálf 423 þús. kr., flóðgarðar gerðir 1918—1922 um
23 þús. kr.). Á áveitusvæðinu eru 30 jarðir. Hve mikið
hefðu Skeiðamenn getað stækkað tún sín fyrir þessa
fjárfúlgu? Er ekki mjög gætilega reiknað að segja:
um 15 kýrfóður að meðaltali á býli.
Enginn veit greinilega hvað Flóaáveitan hefir kostað
með rentum og renturentum, með flóðgarðagerð o. s. frv.
Varla mun gætilegt að telja heildarkostnaðinn neðan við
2 mílljónir króna, vegagerð og mjólkurbú ekki með talið.
Á áveitusvæðinu eru 155 býli. Meðalkostnaður á býli er
því sennilega um 13 þúsund krónur. Ef gera skyldi ein-
hverja Iauslega áætlun eða ágiskun um hve miklar tún-
bætur mætti gera fyrir þetta fé, er líklegt að útkoman
verði svipuð og á Skeiðunum: um 13 —15 kýrfóður að
meðaltali á býli. Við slíka ágiskun ber annars vegar að
gæta þess, hve örðugt er með túnbætur víða í Flóanum,
nema gerðar séu sameiginlegar þurkunarumbætur, og
hins vegar þess, hverjar framfarir voru orðnar í allri
tækni viðvíkjandi túnrækt, frá því Skeiðaáveitan var gerð
og til þess að Flóaáveitan nálgaðist að vera fullgerð,
þótt ekki væru mörg ár á milli. — Allmikið af skurða-
kerfi Flóaáveitunnar kemur væntanlega að notum sem
þurkskurðir, líka til túnbóta, þótt lega þeirra og gerð