Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 266
260
BÚNABARRIT
sé mest miðuð við áveituna, sem vonlegt er. Af öllum
skurðunum er talið að þurkskurðir séu 25000 rúmmetrar
en áveituskurðir 435000 rúmmetrar. Af áveituskurðunum
er aðal-skurðurinn frá Hvítá að þjóðvegi við Skeggja-
staði, um 200000 rúmmetrar. I sambandi við hann má
nefna flóðgátt í Hvítá (kr. 44000,00 + seinni umbætur)
og brú yfir hann á þjóðveginum.
Því er haldið fram, að túnrækt sé ekki tryggileg í
Flóanum, nema áveita sé viðhöfð. Engar sannanir liggja
fyrir um þetta. Djarflegar eru þær áætlanir, sem auk
þess að gera ráð fyrir að Flóanum verði breytt í tún,
— en um það er auðvelt að verða sammála, — gera
ráð fyrir því að hefja túnræktina í Flóanum á það hátt
stig, að fullkomin vökvunaráveita verði þar viðhöfð í
sambandi við túnræktina. Það er hvorki meira né minna
en að kippa jarðyrkju Flóamanna allmikið lengra á leið
en við, sem þykjum fylgja túnræktinni einstrengingslega
fast fram, sjáum okkur fært að vænta að túnrækt lands-
manna komist yfirleitt á næstu áratugum.
Viðvíkjandi þörf fyrir vökvunaráveitu á tún í Flóanum
má annars benda á það, að meðaltöðufall af ha virðist
alls ekki vera minna í Flóanum en öðrum sveitum lands-
ins, eftir því sem séð verður af Búnaðarskýrslunum.
Heyskapur hefir ekki aukist til muna í Flóanum síðan
farið var að veita á, það sýnir taflan á næstu blaðsíðu.
Tölurnar er sýna, hve mikið af útheyi komi af áveituengj-
um, eru tæplega vel áreiðanlegar, því heyfalli af áveitum
og öðrum engjum er ekki haldið vel aðgreindu í skýrslum
hreppstjórá. En við athugun talnanna, er sýna allan út-
heysskap í hinum 6 hreppum er þess að gæta, að þær
ná til mikið fleiri jarða en þeirra, sem eiga áveitulönd
innan Flóaáveitunnar, í þessum 6 hreppum eru alls talin
253 býli, en áveitan nær ekki nema til 155 býla. Sé
þetta athugað, virðist vera leyfilegt að áætla að ekki
séu heyaðir árlega nema um 50000 hestar á þeim engj-
um, sem Flóaáveitan nær yfir. Af árum, sem tölurnar ná