Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 269
BÚNAÐARRIT
263
mismunandi eftir aðstöðu og staðháttum. En gerum ráð
fyrir að það hafi verið með öllu óarðvænlegt að nytja
engjarnar á Skeiðum, sem ekki gáfu af sér nema 8
hesta af ha, og því auðsýn nauðsyn að grípa til ein-
hverra umbóta, og ennfremur að heyauki við áveitu væri
áætlaður 4 hestar af ha. Þá var ekki nægilegt að athuga,
hvort sanngjarnt andvirði þessa heyauka nægði vel til
þess að standa straum af kostnaðinum. Það bar líka að
athuga, hvovt það væri arðvænlegt að nytja engjarnar
með 12 hesta heyfalli af ha. Ef tilkostnaður og heyauki
stæðist alveg á, yrði »arðsemin* hin sama og áður. En
ef athugunin sýndi, að heyskapur á engjunum væri alls
ekki arðvænlegur nema eftirtekjan næmi t. d. 15 hest-
um af ha, þá væri áveitan aðeins úr öskunni í eldinn,
engjarnar óarðvænlegar eftir sem áður, þrátt fyrir það,
þótt áveitan >borgaði sig« (heyaukinn borgaði áveitu-
kostnaðinn). Þannig liggur málið víða fyrir. Þá er eftir
að athuga arðsemisvonina við það að hverfa beint að
aukinni túnrækt.
I sama blaði »Freys«, sem flutti andmælagrein Á. L. ].
»Ræktunarmál«, er smágrein með fyrirsögninni: Frá
Eyrarbakka. Er þar sagt frá túnrækt Eyrbekkinga. Þeir
hafa tekið til ræktunar 125 ha landsvæði þar við þorpið
og þegar ræktað 40—50 ha. 1 greininni er landinu lýst
svo, að það megi teljast »einhver allra óræktanlegasti
blettur í öllum Flóa«. Mér er að nokkru leyti kunnugt,
hverju Eyrbekkingar hafa orðið að kosta til, til þess að
hraðrækta Þetta land, eins og þeir hafa gert, t. d. í
áburðar og sáðvörukaupum. Það er merkilegt að athuga
þessi miklu og hraðhentu túnræktarátök innan eins af
þeim hreppum, sem Flóaáveitan nær yfir, rétt við jaðar-
inn á áveituninni, þar sem upplýst er, að sum áveitulönd-
in séu ekki nytjuð nema að nokkru leyti — grasið sé
ekki notað. Ef til vill sér maður þarna ofurlítið inn
í framtíðina ? Eg læt lesendurna um það, hve langt
þeir sjá.