Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 270
264
BÚNAÐ AllRIT
IV.
Hér að framan hafa verið lauslega raktir ýmsir af
þeim atriðaþáttum, sem virðast koma mjög til greina, er
menn standa tvíátta og óvissir um, hvern sess þeim ber
að skipa hinum mismunandi ræktunarumbótum, túnrækt
og ræktun votlendisjurta með áveitu, í búskap sínum.
Þeim bændum, sem er sýnt að hugsa um það, sem þeir
eru að gera og framkvæma, mun ekki veita erfitt að rekja
þetta miklu betur í samræmi við staðhætti og einstakl-
ingsaðstöðu. Síðustu árin hafa bændur í mjög mörgum
sveitum landsins, fjarlægst votlendisræktun og áveitur
hröðum skrefum, og snúið sér alhuga að túnræktinni.
Sem betur fer má segja um marga af þessum túnrækt-
armönnum, að það sé engin hætta á að þeir ruglist í
ríminu. Þeir vita vel, hvað þeir hafa verið að gera, hvar
skórinn hefir kreppt harðast að, og hvers virði það er
að koma fyrir sig mikilli og öruggri túnrækt. Aðrir, og
þeir eru ekki fáir, eru hins vegar svo aðþrengdir, með
hálfgerðar og nýgerðar túnbætur, sem ekki eru farnar
að gefa arð, að það er hætt við að á þá renni tvær
grímur nú í kreppunni, og þeir efist um réttmæti þeirr-
ar stefnu, sem ýmist benti þeim eða ýtti inn á túnrækt-
arbrautina, — að þeir hugsi sem svo, að betra hefði
verið að búa áfram að engjunum og bæta þær.
Það er létt verk að vinna með kreppunni og kalár-
unum, og halda að mönnum áveiturannsóknum og vís-
indalegum regnáveitum. Það verða alltaf einhverjir til
þess að snúa við á miðri leið, og aðrir eru ekkert komnir
áleiðis, svo þeir þurfa ekki að snúa við, auk þeirra til-
tölulega fáu, sem raunverulega eiga að sinna þessum
boðskap, sem er tímabær fyrir þá, sökum þess að þeir
búa við þá staðhætti, sem gera það rétt og eðlilegt.
Mitt verksvið er orðið, bæði vegna skoðana minna og
annarar aðstöðu, að vinna með þeim sem vilja, ætla og
verða að treysta á túnræktina framar engjarækt og áveit-