Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 273
BÚNAÐARRIT
267
Búnaðarþing í febrúarmánuði næstkomandi, með svo-
hljóðandi skeyti til form. sambandanna:
»Meiri hluti stjórnar Búnaðarfélags Islands hefir á-
kveðið í samræmi við áskoranir meiri hluta búnaðar-
þingsfulltrúa, að halda auka-Búnaðarþing um miðjan
febrúar. Er stjórn sambandsins falið, að koma boðum
til fulltrúa fyrir umdæmi sambandsins*.
Stjórnarnefndarmaður Þ. M. Þorláksson tjáði sig and-
vígan þessari ákvörðun, og gerði svolátandi grein fyrir
atkvæði sínu:
»Með því að lög Ðúnaðarfél. Isl. gera alls ekki ráð
fyrir, að auka-Búnaðarþing sé haldið, enda ekkert for-
dæmi fyrir því síðan Búnaðarþing var sett; og auka-
Búnaðarþing þó saman kæmi getur ekki haft nein bein
áhrif á meðferð á fé Búnaðarfélagsins, og mundi því
ekki verða annað en ráðgefandi fyrir Alþingi, — tel ég
að búnaðarþingsfulltrúar og stjórnir sambandanna gætu
gefið sínar leiðbeiningar skriflega til Alþingis, svo skýrt,
að þar kæmi allt það fram, sem verulegu máli skiotir.
Að þessu athuguðu, tel ég hvorki Iöglegt né rétt, áð
eyða fé til auka-Búnaðarþings*.
Næsta dag var skeyti það, sem tilfært er í fundar-
gerðinni, sent öllum gömlu búnaðarsamböndunum, sem
fulltrúa eiga á Búnaðarþingi, samkvæmt síðustu kosn-
ingum til Búnaðarþings, en það eru þau sambönd öll,
nema Búnaðarsamband Kjalarnesþings. — Sama dag var
þeim 3 fjórðungsfulltrúum, sem kjörtími er ekki útrunn-
inn fyrir, sent svo hljóðandi símskeyti:
»Vður tilkynnist hér með, sem fulltrúa N. N. fjórð-
Ungs, að meiri hluti félagsstjórnar ákveður, í samræmi
við áskoranir meiri hluta þingfulltrúa, að halda auka-
Búnaðarþing um miðjan febrúar. Nánar síðar* (þ. e.
um skipaferðir).