Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 274
268
BÚNAÐARRIT
Þeim 2 fulltrúum: Halldóri skólastjóra Vilhjálmssyni
á Hvanneyri, fulltrúa bændaskólanna ’) og Jóni H. Þor-
bergssyni bónda á Laxamýri, fulltrúa Sunnlendingafjórð-
ungs1 2), sem kjörtíminn er útrunninn fyrir, var engin
tilkynning send.
í framhaldi af þessu var síðar ákveðið, að þingið
kæmi saman 15. febrúar, og þann dag kl. 8 s. d. setti
formaður Búnaðarfélags íslands, Tryggvi Þórhallsson,
forsætisráðherra, Búnaðarþing — hið 18. í röðinni —
í »Baðstofu« Iðnaðarmannafélagsins, í Lækjargötu 12.
Skýrði hann frá tildrögum þessa aukaþings, og helztu
verkefnum, er það væri kvatt saman, til að taka til
meðferðar í sambandi við yfirstandandi kreppu, og bauð
velkomna þá fulltrúa er mættir voru, en þeir voru þessir:
Benedikt G. M. Blöndal,
Guðmundur Þorbjarnarson,
Hallur bóndi Kristjánsson á Gríshóli
(mættur í forföllum Magnúsar Friðrikssonar
frá Staðarfelli, sem varamaður hans).
Jakob H. Líndal,
Jón Hannesson,
Kristinn Guðlaugsson,
Olafur H. Jónsson,
Páll Stefánsson,
Sigurður E. Hlíðar,
Sveinn Jónsson.
Um umboð, kjördæmi og kjörtíma þessara fulltrúa,
vísast til Búnaðarþingstíðinda 1931.
Jón H. Þorbergsson var og mættur.
Starfsmenn voru kjörnir hinir sömu, sem á síðasta
þingi, og ákveðin sömu þingsköp sem þá.
1) Kjörlími 4 ár, frá 10. apríl 1927.
2) Kjörlími 4 ár, frá 25. júní 1927.