Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 278
272
BÚNAÐARRIT
að kjósa 1 fulltrúa á Búnaðarþing, stríðir algerlega
á móti því lögbundna skipulagi, sem um getur í
6. og 7. gr. laga Búnaðarfélags Islands, frá 23. febr.
1931, og verður nefndin því að leggja til að mála-
leitun þessari verði synjað*.
c. Nr. 20. Út af kosningu Magnúsar Þorlákssonar
barst forseta kæra frá 4 bændum í umdæmi Búnaðar-
sambands Kjalarnesþings.
Eftir að forseti hafði fengið umsögn meiri hluta sam-
bandsstjórnar um kæruna, var málinu vísað til allsherjar-
nefndar, en hún skilaði svohljóðandi tillögu á þskj. 97:
»Búnaðarþingið ályktar, að eftir atvikum taki það
kosningu Magnúsar Þorlákssonar gilda. En bendir
samböndunum jafnframt á, að við þær fulltrúa-
kosningar, sem fara fram á þessu ári, hagi þau
kosninga-aíhöfninni eftir því, sem bent er á í Bún-
aðarritinu 1931, bls. 159—60.
Enn fremur ályktar Ðúnaðarþing, að fela stjórn
Búnaðarfélags íslands,. að undirbúa reglur fyrir
kosningu fulltrúa á aðalfundi sambandanna, með
umboði til að kjósa fulltrúa á Búnaðarþing.
Að lokum ályktar Búnaðarþing, að úrskurður á
kosningum á Búnaðarþing og þingsetu, sé í hönd-
um þingsins*.
Tillagan samþykkt með 8 samhlj. atkv.
Onnur tillaga kom fram á þskj. 99, frá Sigurði Sig-
urðssyni búnaðarmálastjóra, en hún var fallin af sjálfu
sér, er tillaga allsherjar hafði verið samþykkt, og kom
því eigi til atkvæða.
2. Mál nr. 1.
Frumvarp til laga um stjórn búnaðarmála.
Eins og getið er um á bls. 98, tölulið 5, í tíðindum
frá síðasta Búnaðarþingi, var þá kosinn, eftir ósk at-