Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 279
BÚNAÐARRIT
273
vinnumálaráðherra, einn maður í vænianlega nefnd til
endurskoðunar á landbúnaðarlöggjöfinni. Þingið kaus
]ón Hannesson í Deildartungu, en atvinnumálaráðherra
skipaði síðar í nefndina alþingismennina Bjarna Asgeirs-
son og Jörund Brynjólfsson. Frumvarp það, sem að
framan er nefnt, er samið af þessari nefnd, og var lagt
fyrir þingið eftir ósk atvinnumálaráðherra.
Frumvarpinu var vísað til allsherjarnefndar. Hún lagði
fram í málinu rökstudda dagskrá, á þskj. 67, svohlj.:
»Búnaðarþingið lítur svo á, að Frumvarp til laga
um skipun búnaðarmála, á þskj. nr. 3, sé þess eðlis
og gangi ^vo langt inn á sérmálasvið Búnaðarfélags
Islands, að brýn þörf sé á að næsta Búnaðarþing
hafi þetta mál einnig til meðferðar, enda mun sú
hafa verið skoðun síðasta Búnaðarþings, að niður-
stöður hinnar kosnu nefndar, til endurskoðunar
búnaðarlöggjafarinnar, yrðu lagðar fyrir næsta reglu-
legt Ðúnaðarþing, en í trausti þess að félagsstjórnin
undirbúi málið frekar, meðal annars með því, að
vísa því til umsagnar búnaðarsambandanna fyrir
næsta Búnaðarþing, verður tekið fyrir næsta mál
á dagskrá«.
Samþ. með 9:2.
í sambandi við þetta mál og í framhaldi af ályktun
síðasta Búnaðarþings, á þskj. 295 (bls. 91 í sérprentinu)
báru 4 búnaðarþingsfulltrúar fram svohljóðandi áskorun,
á þskj. 80:
»Búnaðarþingið endurtekur áskorun sína, á þskj.
295 frá fyrra ári, og væntir þess fastlega að stjórnar-
nefndarmennirnir fylgi því máli fast fram á yfir-
standandi þingi«.
Sveinn Jónsson. Ólafur Jónsson.
Sig. Ein. Hlíðar. Páll Stefánsson.
Tillagan samþ. með 10 : 0.
18