Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 283
BÚNAÐARRTT
277
2. Búnaðarfélag Islands hlutast til urn:
»Að rannsakað verði sem allra fyrst ýmislegt er
að alifuglarækt lýtur. Svo sem hver innlend efni
má nota þeim til fóðurs, í hvaða blöndunarhlut-
föllum og sérhvað annað, er að hirðingu og ræktun
alifugla lýtur. Séu svo gefnar leiðbeiningar um það«.
Nefndartillögurnar voru samþ. með samhlj. atkv.
og breytingartillagan á þskj. 73 með 6 : 3.
6. Mál nr. 24.
Erindi um útflutning á skyri, þskj. 52, 83 og 85.
Ingólfur G. S. Esphólín verksm'iðjustjóri í Reykjavík
flutti erindi um frystingu á skyri, sem hann hefir gert
ýmislegar tilraunir með að undanförnu, og lagði fram
ritgerðina: »Skyr, sem útflutningsvara frá íslandi*, er
hann hefir samið, og birt er í »Samvinnan«, 1931. —
Einnig lagði hann fram fundargerðir frá fundi Mjólkur-
bandalags Suðurlands 14. nóv. 1931, og fundargerðir
frá nefnd, er kosin var, á þessum fundi »Bandalagsins«,
til þess að athuga tilraunir Esphólíns með frystingu á
skyri, og möguleikana fyrir því, að fryst skyr geti orðið
útflutningsvara. Enn fremur lagði hann fram skýrslur
frá Rannsóknarstofu ríkisins og frá Niels Dungal um
rannsóknir á skyri, sem Esphólín hefir fryst. Loks
lagði hann fram áætlanir, er hann hefir gert um stofn-
og reksturskostnað til frystingar og útflutnings á skyri.
Að loknu erindi Esphólíns var skjölum málsins vísað
til bjargráðanefndar, og fer hér á eftir umsögn hennar
um málið, og tillaga til þingsályktunar, þskj. 83:
»Nefndin hefir haft til umsagnar erindi Ingólfs G. S.
Esphólín, mál nr. 24.: „Um útflutning á skyri“. Hefir
hr. Esphólín æskt álits og umsagnar Búnaðarþings um
málið og meðmæla þess til Alþingis, ef Búnaðarþing
áliti málið þess vert að því sé gaumur gefinn.
Nefndin lítur svo á, eftir að hafa kynt sér erindið og