Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 284
B Ú N A Ð A R RI T
278
meðfylgjandi gögn, að hér sé um mjög merkilegt mál
að ræða, sem líkur séu til að geti haft stórkostlega
þýðingu fyrir íslenzkan landbúnað, því þó skyr hafi
verið framleitt hér um langan aldur, hafa til þessa engin
tök verið á að koma því á erlendan markað, og á það
fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, hve mikil
vandkvæði eru á að varðveita það óbreytt um langan
tíma.
Hinsvegar er ekkert vafamál, að í skyrinu eru sam-
einaðir flestir þeir kostir, er neyzluvara þarf að hafa, til
þess að fá almenna hylli og útbreiðslu, því það er holt,
nærandi og ljúffengt, óg virðast því miklar líkur til að hægt
yrði að afla því útbreiðslu erlendis, ef unt er að koma
því óskemdu á markaði.
Hvaða þýðingu þetta gæti haft fyrir landbúnað vorn
er mjög auðvelt að gera sér grein fyrir.
Eins og nú hagar til, verður mjólkurframleiðsla og
mjólkuriðnaður vor mestmegnis að byggjast á innlendum
markaði, því litlar líkur eru til, að vér getum keppt við
aðrar þjóðir með sölu algengra mjólkurafurða — smjörs
og osta — erlendis. Mjólkuriðnaði vorum er því mjög
þröngur stakkur skorinn, nema vér getum framleitt ein-
hverja þá vöru úr mjólkinni, er aðrir framleiða eigi, en
geti orðið eftirsókt á erlendum markaði, og í þessu
sambandi er eigi önnur framleiðsla líklegri en þjóð-
réttur vor skyvid.
það er sérstaklega ástæða til að gefa þessu máli
gaum nú, vegna þess hve afurðasala landbúnaðarins út
úr landinu er örðug, og þá sérstaklega sala búfjáraf-
urða, en ef hægt er að gera skyrið að útflutningsvöru
opnast möguleikar fyrir þau héruð, sem nú verða af-
stöðu sinnar vegna, aðallega að leggja stund á sauð-
fjárrækt, til að auka mjólkurframleiðsluna.
Hvað framkvæmdir áhrærir, telur nefndin sjálfsagt að
skyr til útflutnings verði fyrst um sinn framleitt á ein-
hverju þeirra mjólkurbúa, sem þegar eru starfrækt i