Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 285
BÚNAÐARRIT
279
landinu, og í sambandi við það yrði svo komið á fót,
þar sem hentugast þætti, þeim útbúnaði, er nauðsynlegur
er til að gera skyrið útflutningshæft. Væri ákjósanlegast
að mjólkurbú þau, sem nú eru stofnsett í landinu, gætu
staðið saman ^ð framkvæmd þessa máls, en þó slíkri
samvinnu milli búanna verði eigi komið á, telur nefndin
málið svo þýðingarmikið, að það megi eigi stranda á
slíku og vill þá mæla með því, að Ingólfur G. S. Esphólín
verði styrktur til að koma á fót nauðsynlegum tækjum,
er þarf til að gera tilraunir í þessa átt, með því líka að
hr. Esphólín hefir tjáð sig fúsan til að vinna undir
eftirliti Búnaðarfélags Islands og síðar meir að afhenda
stofntækin, í samráði við ríkisstjórnina og Búnaðarfélag
Islands, hverjum þeim félagsskap, er starfa vildi að þessu
máli.
Nefndinni er það ljóst, að hér er um tilraun að ræða
sem eigi er hægt að segja með neinni vissu um, hvernig
kann að heppnast, en sem vafalaust hefir geysimikla
þýðingu fyrir landbúnað vorn, ef vel tekst, og þess vegna
telur nefndin sjálfsagt að þessi tilraun sé studd sem
bezt af opinberu fé.
Nefndinni er það ennfremur ljóst, að ef vel gengi
með sölu skyrs erlendis, eru sterkar líkur til, að aðrar
þjóðir mundu fljótlega komast upp á að gera skyr, en
í því sambandi má á það líta, að vér verðum að stríða
við samkepni annara þjóða á öllum framleiðslusviðum
og það er ósannað mál, hvort aðstaða annara þjóða
til skyrgerðar er eins góð og vor, og að lokum hefir
það verulega þýðingu að geta orðið fyrstir til að vinna
markað fyrir þessa vöru og hafa langa æfingu við fram-
leiðslu hennar.
Að þessu athuguðu leggur nefndin til að eftirfarandi
meðmæli verði samþykkt:
»Búnaðarþingið mælir eindregið með því, að Al-
þingi veiti nú þegar þann stuðning, er það sér