Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 286
280
BÚNAÐARRIT
sér fært, til tilrauna með skyr sem útflutningsvöru,
og veiti einhverjum þeim félagsskap mjólkurfram-
leiðenda, sem* þegar er til, eða stofnaður kann að
verða í þessu skyni, eða forgöngumanni málsins
Ingólfi G. S. Espólín, nauðsynlegan styrk til að
koma upp þeim tækjum, er þörf er á í þessu
augnamiði, og við útbreiðslu þessarar vöru á er-
lendum markaði*.
Tillaga nefndarinnar var samþ. með 11 samhlj. atkv.
Auk þess, sem að framan er talið, kom fram, í sam-
bandi við þetta mál, erindi frá Mjólkurbandalagi Suður-
lands, á þskj. 85, um styrk og lán úr ríkissjóði til fram-
kvæmda og um forgöngu B. I., sem bandalagsstjórnin
ætlast til að hafi allar framkvæmdir í málinu. Erindið
fer því að nokkru leyti í sömu átt sem tillaga bjargráða-
nefndar, en að sumu leyti í bága við hana, og kom því
eigi til atkvæða sérstaklega.
7. Má/ nr. 30.
Tillaga um stofnun sútunarverksmiðju, ásamt greinar-
gerð — þskj. 65 — borin fram af Páli Stefánssyni.
Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar, en hún lagði
til að tillagan yrði samþ. óbreytt, og var hún samþ.
með 11 samhlj. atkv., þannig:
»Búnaðarþingið ályktar að skora á Alþingi og
ríkisstjórn, að láta, svo fljótt sem við verður komið,
fara fram rannsókn um það, hvað kosta mundi að
koma á fót fullkominni sútunarverksmiðju í landinu,
og að rannsókn lokinni stuðla að því, að henni
verði komið upp, ef tiltækilegt þætti*.
Greinargerð:
»Arlega er fluttur inn í landið skófatnaður, skinn og
skinnavörur fyrir svo skiptir milljónum króna. Arið 1929
nam þessi innflutningur yfir 3 millj.