Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 287
B Ú N A Ð A R R I T
281
Við lauslegar tilraunir, sem gerðar hafa verið með
fullkomna sútun íslenzkra skinna, hefir það komið í ljós,
að efnið er ágætt, og mundu íslenzku skinnin þannig
gerð, geta að mestu leyti komið í stað þeirra útlendu,
sem hingað eru flutt í mynd sútaðra húða, skófatnaðar
o. fl.
Nú er á það að líta, að þessi framleiðsluvara bænda, •
skinnin, eru svo að segja verðlaus, og er þá sýnt hverju
það varðar að gera þau verðmætari, ef unnt er.
Vitanlega mundi, ef þetta tækist, sem sízt ber að efa.
koma hér upp innlendur iðnaður, verksmiðja til skó-
gerðar, en það er naumast tímabært enn þá að leggja
drög til slíkra framkvæmda, á meðan ekki er kominn
neinn skriður á undirstöðu að málinu, en myndi hins
vegar koma nokkuð af sjálfu sér, þegar að því kæmi
að hagnýta sér það verðmæti, er sútunin myndi skapa,
Hér er verkefni, sem skapað getur, meðal margs
annars, margþætt atvinnulífc.
8. Má/ nr. 23.
Frumvarp til laga um sölu á innlendum afurðum,
þskj. 51, 89, 97 og 98.
Frumvarpið fer fram á að skipað verði 5 manna full*
trúaráð, er nefnist viðskiptaráð, er hafi það hlutverk að
greiða fyrir og koma skipulagi á innanlandssölu land-
búnaðarafurða, s. s. mjólkur og mjólkurafurða, kjöts og
kjötafurða, eggja og garðávaxta o. s. frv.
Málinu var vísað til allsherjarnefndar. Hún samdi
frumvarpið alveg um og beindi því eingöngu að mjólk
og mjólkurafurðum, með »Frumvarpi til laga um sölu
mjólkur og mjólkurafurða*, ásamt greinargerð á þskj. 89.
Tvær breytingartillögur komu fram á þskj. 97 og 98,
var hin fyrri tekin aftur, en hin samþykkt, og frumvarpið,
með þeirri breytingu, samþykkt í heild með 10 samhlj.
atkv., og sent landbúnaðarnefnd nd. Alþingis, með til-
mælum um að hún flytji það á Alþingi.