Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 288
282
BÚNAÐARRIT
Landbúnaðarnefndin flutti síðan frumvarpið því nær
óbreytf, ásamt greinargerð allsherjarnefndar Búnaðarþings,
og vísast til málsins á þskj. Alþingis 1932 nr. 225.
9. Mál nr. 29.
Tillaga um ívilnanir fyrir vöruflutningabifreiðar, flutt
af fulltrúum Búnaðarsambands Suðurlands, þskj. 64 (sbr.
Bþ. 1931, bls. 97).
Allsherjarnefnd fékk tillöguna til athugunar og lagði
til að hún yrði samþykkt óbreytt, ásamt greinargerð
flutningsmanna, þannig:
»Búnaðarþingið beinir þeim tilmælum til Alþingis,
að vöruflutningabifreiðum verði ekki íþyngt með
sköttum á benzíni og gúmmí, umfram það sem
orðið er«.
Greinargerð:
»Það er alkunna, að víða hagar svo til um byggðir
þessa lands, að einu farartæki bænda til vöruflutninga
eru bifreiðar, nú orðið. Og telja má víst að mjög tor-
velt verði að breyta til með þessa flutninga, ekki að
eins vegna þess, að með breyttri aðferð hafa eldri tæki
gengið úr sér, heldur og hins, að svo tíðar sem bíl-
ferðir eru um vissa kafla vega, mun það mjög hamla
annari umferð.
Þá ber og að gæta þess, að þeir, sem mest eru háðir
landflutningum og nota aðallega vörubíla, ná margir
hverjir ekki til flutninga á sjó, sem verða miklu kostn-
aðarminni. Allar auknar álögur eða skattar á flutninga-
bifreiðar, verða því í reyndinni aukin útgjöld fyrir þá
bændur, sem bundnir eru við landflutningana, og þá
fyrst og fremst fyrir þá, sem lengst eiga tildráttar, og
er þó vart bætandi á þá erfiðleika, sem þeir eiga við
að búa«.
Tillaga nefndarinnar samþ. með 7 : 4.