Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 290
284
BÚNAÐARRIT
Tillagan samþykkt, án athugunar í nefnd, með 9 sam-
hljóða atkv.
12. Mál nr. 32.
Askorun til Alþingis um að setja lög um vinnnufrið,-
á þskj. 91, flutt af 6 búnaðarþingsfulltrúum, svohlj.:
»Búnað^rþingið skorar á Alþingi, að semja á
yfirstandandi þingi lög, er tryggi bændum og öðrum
framleiðendum vinnufrið, þegar þeir vinna eða láta
vinna að sinni eigin framleiðslu, hvort heldur er
heima eða heiman*.
Tillagan samþ., án athugunar í nefnd, með 11 : 0.
13. lAál nr. 31.
Askorun um breytingu á sveitfestiákvæðum fátækra-
laganna, borin fram af Sveini Jónssyni og Páli Stefáns-
syni, á þskj. 90. — Samþ., án athugunar í nefnd, með
7 : 4, þannig:
»Búnaðarþingið ályktar að skora á Alþingi, að
gera nú þegar bráðabirgðabreytingar á gildandi fá-
tækralögum, á þeim grundvelli, að vernda sveita-
félögin fyrir yfirflóði sveitarþyngsla úr kauptúnum,
sem hætt er við, undir þeim kringumstæðum sem
nú eru«.
Greinargerð:
»A undanförnum árum hefir fólkið óslitið streymt úr
sveitunum til kauptúnanna, fjöldi af þessu fólki hefir
verið á stöðugu reyki til og frá, og þar af leiðandi hvergi*
unnið sér nýja framfærslusveit. Fólkið á því framfærslu-
rétt eftir sem áður í svéitunum, í langflestum tilfellum.
Með áframhaldandi kreppu og atvinnuleysi í kauptún-
unum fer ekki hjá því, að fjöldi fólks leitar framfærslu-
styrks. Mættu það með réttu kallast hörð örlög sveit-