Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 292
280_____ ______BÚNAÐ ARRIT
málaráðuneytið, að hreppsbúnaðarfélögum, sem
standa í ábyrgð fyrir lánum úr Vélasjóði, verði veitt
framlenging á afborgunum Iánanna, að minnsta kosti
um 2 ár.«.
Tillagan var samþ., án athugunar í nefnd, með 11
samhljóða atkv.
17. Mál nr. 22.
Tillaga um að lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til
innflutnings sauðfjár til sláturfjárbóta komi til fram-
kvæmda, flutt af Sig. Ein. Hlíðar og Ólafi Jónssyni,
þskj. 48, svohljóðandi:
»Þar sem horfur með saltkjötsmarkað í Noregi
fara versnandi með ári hverju, og þar sem brýn
nauðsyn ber til þess, að vinna aukinn markað í
Bretlandi fyrir íslenzkt dilkakjöt, ályktar Búnaðar-
þing að skora á ríkisstjórnina, að láta lögin um
innflutning á erlendu sauðfé, til sláturfjárbóta, frá
síðasta þingi, koma til framkvæmda þegar á
þessu ári«.
Samþykkt, án athugunar í nefnd, með 11 samhlj. atkv.
18. Mál nr. 6 a og b.
a. Frumvarp til laga um greiðslugjaldfrest á skuldum,
Iagt fram af Sigurði Sigurðssyni, búnaðarmálastj.,
þskj. 8.
b. Frumvarp til laga um greiðslugjaldfrest á skuldum,
lagt fram af Bjarna Asgeirssyni og Pálma Einars-
syni, þskj. 9 og 11, 12, 25, 54, 68, 71, 72, 75, 76,
77, 78 og 79.
Málinu var vísað til bjargráðanefndar. Lagði hún
fram álit sitt, á þskj. 54, og fer hér á eftir upphaf
nefndarálitsins: