Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 293
BÚNAÐARRIT
287
»Nefndin hefir haft til meðferðar mál nr. 6, 2 frum-
vörp til laga um greiðslufrest á skuldum, á þskj. 8 og 9,
ásamt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin hefir yfirvegað málið eftir föngum og átt tal
við ýmsa menn, er vænta mátti upplýsinga og álits hjá.
Það, sem nefndin hefir fyrst og fremst reynt að gera
sér grein fyrir er skuldamagn bændastéttarinnar. Er
bað ómögulegt nema eftir líkum og því ágiskun ein.
Eins er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hversu
mikið af skuldunum er þessarar eða hinnar tegundar.
Þó eru miklar líkur fyrir því, að lausaskuldir séu mjög
miklar, og af þeim eru verzlunarskuldir aðal-liðurinn.
Eftir því sem næst verður komist eru veðskuldir við
Búnaðarbankann, Útvegsbankann og Söfnunarsjóð um
12 milj. Sterkar líkur eru til þess, að skuldir af ýmsu
tagi við sparisjóðina nemi um 4—5 milj. kr. Þá eru
víxlar í bönkum og verzlunarskuldir efalaust mjög há
upphæð, og varla lægri en hinar skuldirnar samanlagðar.
Það er nokkurnveginn víst, að hið nýja fasteignamat
sveitabýlanna muni vera um 50 milj. króna. Skuldir
bændanna munu varla fara mikið fram úr 3/5 þeirrar
upphæðar, þess vegna víst, að eignir eru talsverðar um
fram skuldir.
Þrátt fyrir þessa skoðun er skuldabyrði bænda of þung,
miðað við framleiðslu-möguleika þeirra, og er óhugsandi
að þeir geti staðið straum af þeim á núverandi kreppu-
tímum. Er því eigi annað fyrir hendi, en að stöðva
greiðslur þeirra að meira eða minna Ieyti.
Tvær leiðir virðast aðallega fyrir hendi: 1. Að afskrifa
nokkurn hluta skuldanna og greiða um leið nokkurn
hluta þeirra og semja um greiðslu á afgangnum. 2. Að
fresta greiðslu um einhver ár á afborgunum og jafnvel
einhverju af vöxtum, en fella ekkert af skuldunum niður,
nema um semjist.
Nefndinni virðist fyrri leiðin vera ófær hér, nema