Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 294
28«
BÚNAÐARRIT
lánsfé væri fyrir hendi með góðum kjörum, en svo mun
ekki vera. Nefndinni virðisf því sjálfsagt að löggjafar-
valdið grípi inn í og tryggi þeim mönnum, sem líkur
eru til að geti staðið sfraum af skuldum sínum, rýmri
greiðslufrest en í gildandi lögum.
Eins og áður er haldið fram, mun fjöldi bænda eiga
meira en fyrir skuldum á eðlilegum tímum. En það
verður að teljast mjög varhugavert, ef lánardrottnar
bænda, á þeim tímum, sem nú standa yfir, reyndu að
innheimta kröfur sínar með fjárnámi í búum þeirra,
bæði frá sjónarmiði kröfuhafanna og þjóðfélagsheildar-
innar, því eignirnar verða ekki seldar með viðunandi
verði.
Danir virðast í rauninni fara fyrri leiðina, sem bent
var á hér að framan, en þeir leggja fram nokkurt fé,
sem að vísu er lánað, en þó gert ráð fyrir að tapist
að meira eða minna leyti.
Hér mun ekki verða um mikil fjárframlög að ræða
í þessu skyni, en þau eru þó alveg óhjákvæmileg, vegna
allra þeirra lána, sem sölu-verðbréf standa á bak við.
Þjóðhagslega séð virðist þó að taka beri sölu-verðbréfa
lánin fram yfir öll önnur lán. En nefndin vill eindregið
beina athygli þingsins að sparisjóðunum, ef svo kynni
að fara að það séu einhver ákvæði til, er tryggi starf-
semi þeirra.
Við nánari athugun hefir nefndin komizt að þeirri
niðurstöðu, að leggja til grundvallar fyrir áliti sínu
frumvarp á þskj. 9. — — — — — — — —
Því næst gerir nefndin athugasemdir og breytingar-
tillögur við frumv., á þskj. 9, í álitsformi, og fór fram
um þær bráðabirgða atkvæðagreiðsla, en málinu síðan
vísað til nefndarinnar aftur til frekari aðgerða. — Síðar
lagði nefndin fram, á þskj. 68, »Frumvarp til laga um
gjaldfrest á skuldum*, í 14 greinum. Við aðra umræðu
komu fram við þetta frumv. margar breytingartillögui-