Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT______________ 289
á þingskjölum 71, 72, 75, 76 og 77, er sumar voru
samþykktar, en sumar felldar, og frumv. síðan samþykkt
grein fyrir grein, og í heild, með áorðnum breytingum,
og vísað til landbúnaðarnefnda Alþingis með ályktunum,
bornum fram af forseta á þskj. 78 og 79, svohljóðandi:
1. »Búnaðarþingið ályktar, að beina því til landbún-
aðarnefnda Alþingis að flytja nú á Alþingi frumv.
um greiðslufrest á skuldum, í aðalatriðum á þeim
grundvelli, sem samþykkt hefir verið af Búnaðar-
þinginu.
2. Búnaðarþingið ályktar, að jafnframt því sem frumv.
til laga um greiðslufrest á skuldum verður sent
landbúnaðarnefndum Alþingis, skuli vera samin
rækileg greinargerð, er fylgi því«.
Alyktanir þessar voru báðar samþ. með 11 samhljóða
atkv., og frumvarpið afgreitt, ásamt þeim, til landbún-
aðarnefndar nd. Alþingis, en hún flutti efni þessa máls,
með »Frumvarpi til laga um gjaldfrest bænda og báta-
útvegsmanna*, á þskj. Alþingis nr. 256. Þykir nægja að
vísa til þess, og verður því ekki skýrt hér nánar frá
frumvörpum þeim, er Búnaðarþing hafði til meðferðar,
eða meðferð málsins þar.
19. Mál nr. 7.
Frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti borið fram af
Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, þskj. 10, 86,
94 og 95.
Málinu var vísað til bjargráðanefndar. Hún gat eigi
fallist á frumvarpið, eins og það lá fyrir, og gerir grein
fyrir því í nefndaráliti á þskj. 86, en leggur fram »Frum-
varp til laga um breytingar á lögum um aðför, frá 14.
maí 1887«. Þingið féllst á þessa afgreiðslu málsins og
samþykkti frumvarp nefndarinnar, með breytingartillögu
á þskj. 95.
Var frumvarpið þannig breytt sent Iándbúnaðarnefnd-
19