Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 296
290
BÚNAÐARRIT
Nd. Alþingis, en hún flutti frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum nr. 19, 4. nóvember 1887 um aðför og
vísast til þess á þskj. 181 í þingskjölum Alþingis.
Feld var með 8 : 3 svohljóðandi rökstudd dagskrá frá
Sig. Sigurðssyni á þskj. 94:
»Þar eð frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti
og tillögur nefndarinnar virðast þurfa nánari rann-
sókna og athugana við, felur Búnaðarþingið stjórn
Búnaðarfélags Islands að láta undirbúa, eða hlutast
til um við landsstjórnina, að samið verði og sam-
ræmt við íslenzk lög, frumvarp um gjaldþrotaskipti,
sem tryggi rétt bænda í þeim málum.
I trausti þess, að stjórnin sjái um framkvæmd á
þessu, tekur Búnaðarþingið fyrir næsta mál á dagskrá*.
20. - Mál nr. 8.
Sparnaðartillögur frá N. N. afhentar bjargráðanefnd
af Metúsalem Stefánssyni, þskj. 13. Nefndin skilaði áliti
sínu um tillögur þessar og tillögu til samþykktar á þskj.
87, er hér fylgir:
Bjargráðanefndin hefir tekið til íhugunar mál nr. 8 á
þskj. 13, sem er yfirlit yfir helztu útgjaldaliði N. N. sið-
ustu 5 ár, með athugasemdum og tillögum. Erindi þetta
telur nefndin mjög merkilegt og að ýmsu leyti mætti
leggja það til grundvallar fyrir almennum sparnaðartil-
lögum, er hún telur nauðsyn á að nú séu gerðar. Nefnd-
inni er það ljóst, að þótt opinberar ráðstafanir landbún-
aðinum til bjargar séu mikils verðar, veltur þó jatnvel
mest á því, að öllum bændum sé ljóst, hvílík hætta sé
framundan og að þeir nú þegar bindist öflugum sam-
tökum um fullkomnari framleiðslu sér og öðrum lands-
mönnum til nota og ítrustu hagsýni og sparnaðar um
öll kaup og notkun útlendra vörutegunda. Nefndin telur
vel við eiga, og líklegt til nokkurrar vakningar, að bún-
aðarfélögum landsins sé sent bréf um þetta efni, og að