Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 298
292
B Ú N A Ð A R R I T
Búnaðarþingið beinir þeirri áskorun til Alþingis:
1. Að áburðarverzlun ríkisins heimilist að taka gildar
sem staðgreiðslu, ávísanir búnaðarfélaga á jarða-
bótastyrk þessa árs, til greiðslu á áburðarpöntun-
um búnaðarfélaganna á þessu vori.
2. Að þau búnaðarfélög, sem um það kunna að sækja,
geti fengið greiðslufrest á áburðinum til næsta árs,
gegn því að viðkomandi búnaðarfélag setji þann
hluta jarðabótastyrksins næsta ár, er kaupverðinu
nemur, sem tryggingu fyrir greiðslunni, enda liggi
fyrir samþykki hlutaðeigandi búnaðarfélags fyrir
tryggingu þessari.
Fallist Alþingi á tillögur þessar, tilkynnist það bún-
aðarfélögum landsins tafarlaust, svo þau geti notað sér
hlunnindi þau, er þær veita.
Tillögur nefndarinnar voru samþ. með 11 samhlj. atkv.
22. Mál nr. 35.
Fyrirmyndarbú í landsfjórðungunum.
Sveinn Jónsson bar fram svohlj. tillögu, á þskj. 96:
»Búnaðarþingið beinir því til búnaðarsamband-
anna, að þau vinni að því að koma í framkvæmd
hugmyndinni um eitt fyrirmyndarbú í hverjum lands-
fjórðungi, og noti sér lánsfjárstuðning þann, sem
heimilaður er í því augnamiði, samkvæmt lögum
um Byggingar- og landnámssjóð*.
Samþ. með 8 samhljóða atkv.
23. Mál nr. 25.
Erindi frá Páli Magnússyni cand. phil., á Eskifirði,
og Sveini Jónssyni búnaðarþingsfulltrúa, um meðmæli
Búnaðarþings um lánveitingu til Ræktunarfélags Valla-
hrepps, til ræktunarframkvæmda, þskj. 51.-
Erindi þessu var ekki vísað til nefndar, en Sveinn