Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 300
294
B Ú N A Ð A R R I T
(sbr. mál nr. 11 á síðasta Búnaðarþingi), ásamt
formunum og skýringum á þeim, þskj. 28, 15, 38,
40 og 41.
b. Nr. 16. Askorun frá aðalfundi Búnaðarsambands
Kjalarnesþings, 16. febr. þ. á., til Búnaðarfélags Is-
lands og Búnaðarþings um rannsókn á búrekstri
bænda og fjárhagslegri afkomu, eins og tíðkast
erlendis, þskj. 42.
c. Nr. 21. Tillaga um skipun nefnda til rannsóknar
á búnaðarháttum, þskj. 50.
Tillagan á þskj. 50 fer fram á að skipuð verði 3ja
manna nefnd, og kjósi Búnaðarþing einn, en Alþingi
tvo, til þess aðallega að rannsaka:
1. Hver munur sé á búrekstri á smábýlum og stór-
býlum.
2. Hver munur sé á búrekstri í grennd við kauptún
og þar skilyrði eru bezt, samanborið við búrekstur
upp til sveita og á afskekktum stöðum.
,3. Hvort ráðlegt sé að flytja byggðina saman, og gera
þar ákveðnar skipulagstillögur um, hvernig bezt sé
að skipuleggja þau svæði.
4. Hvort líkur séu til, .að stór samvinnubú geti þrifist
hér á landi, og hvernig þeim skuli fyrir komið.
5. Hvort líkur séu til, að hent sé hér að taka upp
nýjar framleiðslugreinar, svo sem loðdýra-, alifugla-
og fiskirækt.
6. Athuga um hvort eigi sé hægt að koma á betra
skipulagi með búsafurðaviðskipti innanlands, og hafa
betri búsafurðir á boðstólum fyrir útlendan markað,
en nú tíðkast.
Ætlast er til að nefndin vinni kauplaust og leggi til-
lögur sínar fyrir næsta Búnaðarþing.
í sambandi við mál nr. 10, lagði Pálmi Einarsson
fram á þskj. 15: Tillögur um hagfræðilegar athuganir