Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 303
B Ú N A Ð A R R I T
297
að vinda bráðan bug að því, að velja færuslu menn fil
samningar jarðræktarfræðinnar, undir Yfirritstjórn þess
manns, er stjórn Búnaðarfélags Islands telur til þess
hæfastan.
Nefndin leggur því fram svofelda tillögu:
>Búnaðarþingið ályktar að skora á stjórn félags-
ins, að tilnefna sem fyrst nokkra hæfa menn, til að
semja almenna jarðræktarfræði, er gefin yrði út í
sérstökum köfium, svo fljótt sem við verður komið
og fjárhagur leyfir«.
Tillaga nefndarinnar var samþ. með 10 samhlj. atkv.
26. Mál nr. 15. og 19.
Tillögur um kaupgjald, bornar fram af Sigurði Sig-
urðssyni búnaðarmálastjóra, mál 19, þskj. 84.
Tillögur þessar standa í sambandi við mál nr. 15, en
það er greinargérð frá tillögumanni á 26 vélrituðum
heilarkarsíðum, um »Búnaðarástæður á árinu 1931 c.
eftir »Umsögn búnaðarsambandanna, bændaskólanna og
nokkurra einstaklinga út af fyrirspurnum« tillögumanns.
Erindum þessum var vísað til bjargráðanefndar, en
hún bar fram tillögur sínar út af þeim, á þskj. 84.
Var álit hennar og tillögur sem hér segir:
Þar sem nú er auðsætt, eftir skýrslum þeim, sem
lagðar hafa verið fyrir Búnaðarþing, um búnaðarástæður
1931, eftir umsögn búnaðarsambandanna, bændaskól-
anna og nokkurra einstaklinga, að bændur geta eigi
greitt þau vinnulaun, sem nú tíðkasf, enda myndi leiða
til fækkunar verkafólks í sveitum, en fjölgunar á ein-
yrkjum, ef bændur þá eigi neyðast til að flýja býh sín,
þá vill Búnaðarþingið, af greindum ástæðum, láta í Ijósi
það álit sitt: