Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 305
B ÚNAflARRIT
299
gert með fræðandi greinum í blöðum og tímaritum, með
útvarpsræðum og með fyrirlestrum. I öðru lagi sé starfið
fólgið í leiðbeining í blöndun næringarefna, og krefst
þelta samvinnu við þær húsmæður, matseljur eða opin-
berar stofnanir, er leiðbeiningar æskja.
Nefndinni dylst ekki, að hér sé um hugnæmt og
þýðingarmikið mál að ræða, er full ástæða sé til að
veita athygli og greiða fyrir framgangi þess á einhvern
hátt, en lítur hinsvegar þannig á, að Búnaðarfélag ís-
lands sé ekki heppilegasti aðili til fjárframlags, að Ú3
móti ríkissjóði, heldur sé það einmitt miklu fremur
Kvenfélaga-samband íslands. A þess vegum sé eðlileg-
ast og heppilegast, að slík ráðunautsstarfsemi sé, sem
hér er farið fram á, að setja á stofn.
Af ofangreindum ástæðum leggur nefndin til, að Bún-
aðarþing afgreiði mál þetta með svo hljóðandi tillögu:
»Búnaðarþing mælir eindregið með því, að
Kvennfélaga-sambandi Islands sé veitlur ríflegri
styrkur úr ríkissjóði en nú er, með tilliti til þess
sérstaka tækifæris, að geta notið aðstoðar dr.
Bjargar Þorláksson, sem ráðunauts í næringar-
efnafræði<.
Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Erindin á þskj. 62 og 63 voru endursend umsækj-
anda, — ásamt með hinni samþykktu tillögu.
III. Oafgreidd mál.
28. Mál nr. 2.
Frumvarp til ábúðarlaga (þskj. 4). — Flutningsmenn
]örundur Brynjólfsson og Bernharð Stefánsson, lagt fyrir
Alþingi 1931 (þskj. 54).
Málinu var vísað til allsherjarnefndar, en hún skilaði
því aftur, án afgreiðslu.