Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 309
BÚNAÐARRIT
Jarðabæturnar 1931.
I framhaldi af skýrslum þeim, er birtar hafa verið
hér í ritinu undanfarin ár, fara hér á eftir skýrslur um
jarðabæturnar, sem mældar voru sumarið 1931, og
styrkur verður greiddur fyrir á þessu ári.
Eins og aðal-skýrslan sýnir eru það 216 búnaðar-
félög, sem mælt hefir verið hjá sl. sumar, jarðabóta-
mennirnir 4638, sem styrks njóta, jarðabótadagsverkin
651415 og styrkurinn til einstaklinganna kr. 600355,35,
en til búnaðarfélaganna sjálfra verður styrkurinn kr.
31597,65 (= 5 0/o).
Þetta eru þær jarðabætur, sem heyra undir II. kafla
jarðræktarlaganna, og styrkurinn, sem þeirra vegna er
veittur úr ríkissjóði. En allar jarðabætur, mældar 1931,
voru 762204 dagsverk, og verður því styrkurinn eða
tillagið til verkfærakaupasjóðs kr. 76220,40, þ. e. 10 au.
fyrir hvert dagsverk.
I þessum síðarnefndu jarðabótum eru meðtaldar þær
jarðabætur, sem unnar hafa verið á þjóð- og kirkju-
jörðum, og mældar hafa verið til Iandskuldargreiðslu á
þeim jörðum, en þær eru samkvæmt síðari skýrslunni
alls 11758 dagsverk og nema til landskuldargreiðslu
kr. 35274,00, þ. e. 3 kr. fyrir hvert dagsverk.
Allar styrkgreiðslur ríkissjóðs, vegna jarðabótanna
sem mældar voru 1931, verða því þessar:
1. Styrkur samkv. II. kafla jarðræktarlaganna:
a. Til einstaklinga . . kr. 600355,35
b. Til búnaðarfélaga . — 31597,65 53195300
Flyt kr. 631953,00