Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 310
.304
B Ú N A Ð A R R I T
Fluttar kr. 631953,00
2. Tillag til verkfærakaupasjóðs:
a. Eftir dagsv.tölu . . kr. 76220,40
b. Fast árstillag . . . — 20000,00 96220 40
3. Fyrir jarðab. á þjóð- og kirkjujörðum — 35274,00
Samtals kr. 763447,40
Eins og kunnugt er, fær enginn landseti þjóð- eða
kirkju-jarðar meiri jarðabætur teknar upp í jarðarafgjald
árlega (þ. e. eftir 3ja kr. taxta á dagsverk), en sem
landskuldinni nemur. Þess vegna lækkar upphæðin í 3.
tölulið hér á undan, ef meira hefir verið mælt á ein-
stökum jörðum en það, sem eftirgjaldinu svarar. En þar
sem Búnaðarfélagið héfir eigi skrá yfir eftirgjöld þess-
ara jarða, er ekki hægt hér að gera þau viðskipti upp.
En vinni landsetarnir meiri jarðabætur en þarf, til þess
að kvitta eftirgjaldið, geta þeir fengið styrk fyrir það,
sem umfram er, samkvæmt II. kafla. Þess vegna ætti
hvergi að vera meira mælt til landskuldargreiðslu, en
þörf er á til lúkningar eftirgjaldinu, og framannefndar
tölur ættu þess vegna að sýna hina raunverulegu styrk-
greiðslu ríkissjóðs 1932, vegna jarðræktarlaganna.
Tölurnar, sem hér fara á eftir, sýna hversu mikið
hefir verið mælt af styrkhæfum jarðabótum, samkvæmt
jarðrækíarlögunum, síðan þau gengu í gildi, og hverju
styrkupphæðirnar nema. Þar við er þó að athuga, að
meira hefir verið mælt til landskuldargreiðslu, en þörf
var á til lúkningar landskuldunum, en eins og áður er
tekið fram, er ekki hægt að gera þann mismun upp hér
og þá ekki heldur hinar raunverulegu styrkgreiðslur
ríkissjóðs á þeim lið.
taldar í heilum þús.
i Dagsverk Krónur
3. Jarðabælur skv. II. kafla:
a. Mældar árin 1925—’30
b. — árið 1931 ....
2,003,000 1,958,766
651,000 600,355
Alls 2.654.000
2.559.121